<font size=2 face="Book Antiqua"><i>Fréttatilkynning:</i></font>
<div align=center>
<br><font size=7 face="Book Antiqua"><b>Þjóðbúningadagur </b></font>
<br><font size=5 face="Book Antiqua"><b>í Þjóðminjasafni Íslands</b></font></div>
<div>
<p><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Sunnudaginn 14. mars verður þjóðbúningadagur
í Þjóðminjasafni Íslands. Gestir eru hvattir til að mæta á þjóðbúningi
til að sýna sig og sjá aðra. Þetta er kjörið tækifæri fyrir þá sem eiga
búning til að nota hann og jafnframt fyrir alla sem eru áhugasamir um íslenska
þjóðbúninga að koma og sjá fjölbreytni búninganna. Mögulegt verður að fá
aðstoð við uppsetningu höfuðbúnaðs á safninu. Sérstaklega er hvatt til
þess að fólk mæti á þjóðbúningi síns heimalands. Á Torgi við Safnbúðina
verða sýndar nokkrar af þjóðbúningabrúðum Sigríðar Kjaran, sem hún færði
safninu að gjöf árið 2001. </b></font>
<div align=center>
<p><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Viðburðurinn hefst kl. 14:00</b></font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Aðgangur er ókeypis fyrir alla sem
mæta í safnið á þjóðbúningi.</b></font>
<p><img src=cid:_1_172B23EC172B2180005D35D1002576E1></div>
<div>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Að Þjóðbúningadeginum standa Þjóðminjasafn
Íslands, Heimilisiðnaðarfélag Íslands, Þjóðdansafélag Reykjavíkur, Þjóðbúningaráð
og Þjóðbúningastofa og munu framangreindar stofnanir og félög kynna starfsemi
sína.</font>
<p><font size=3 face="Book Antiqua">Með bestu kveðju, <br>
Helga Vollertsen <br>
Kynningarstjóri <br>
Þjóðminjasafni Íslands <br>
v/Suðurgötu <br>
101 Reykjavík <br>
s. 5302222/gsm 8242039</font></div></div>