<div align=center><font size=4 face="Calibri"><b>Útsaumur og textíll í
Þjóðminjasafni Íslands</b></font></div>
<div>
<p><font size=2 face="Calibri"><b>Þriðjudaginn 23. febrúar 2010 mun Lilja
Árnadóttir fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands veita leiðsögn um
valin útsaumsverk úr Þjóðminjasafni á sýningu á þriðju hæð safnhússins
við Suðurgötu.</b></font><font size=2 face="sans-serif"><b> </b></font><font size=2 face="Calibri"><b>Leiðsögnin
er hluti af hádegisfyrirlestraröð safnsins, en í vor verður fjallað um
íslenska hannyrðahefð í fortíð og nútíð. Leiðsögnin hefst kl. 12:05. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir.</b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_059265F0059261F0003E275B002576CE></div>
<div>
<br><font size=2 face="Calibri">Á sýningunni er meðal annars refilsaumuð
andlitsmynd, portrett, Þorláks Skúlasonar biskups á Hólum 1628-1656, &nbsp;eftirgerð
danskrar konu á altarisklæði frá Reykjahlíð í Mývatnssveit, sem varðveitt
er í Þjóðminjasafni Dana, krosssaumuð rúmábreiða frá Bæ í Hrútafirði, hökull
frá 17 öld með refilsaumuðum krossi og fleiri textílar sem veita innsýn
í fagurt handverk frá fyrri tíð hér á landi. </font>
<p><font size=2 face="Calibri">Í Þjóðminjasafninu eru varðveitt mikið af
útsaumuðum verkum íslenskra kvenna frá ýmsum tímum. &nbsp;Þeirra elst eru
refilsaumuðu altarisklæðin frá miðöldum en mörg þeirra eru til sýnis í
grunnsýningu safnsins en af varðveittum útsaumuðum verkum verður ekki annað
ráðið en konur hér á landi hafi um aldir lagt sig fram um að sauma snilldarverk
með margs konar spori og fjölbreytilegum munstrum. &nbsp;Bæði er um að
ræða hlutbundið myndefni úr Biblíunni en einnig stílfærð skraut, jurtavafninga
og blómamunstur.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font></div></div>