<div align=center><font size=4 face="Calibri"><b>Útsaumur og textíll í
Þjóðminjasafni Íslands</b></font></div>
<div>
<p><font size=2 face="Calibri"><b>Þriðjudaginn 23. febrúar 2010 mun Lilja
Árnadóttir fagstjóri munasafns Þjóðminjasafns Íslands veita leiðsögn um
valin útsaumsverk úr Þjóðminjasafni á sýningu á þriðju hæð safnhússins
við Suðurgötu.</b></font><font size=2 face="sans-serif"><b> </b></font><font size=2 face="Calibri"><b>Leiðsögnin
er hluti af hádegisfyrirlestraröð safnsins, en í vor verður fjallað um
íslenska hannyrðahefð í fortíð og nútíð. Leiðsögnin hefst kl. 12:05. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir.</b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_059265F0059261F0003E275B002576CE></div>
<div>
<br><font size=2 face="Calibri">Á sýningunni er meðal annars refilsaumuð
andlitsmynd, portrett, Þorláks Skúlasonar biskups á Hólum 1628-1656, eftirgerð
danskrar konu á altarisklæði frá Reykjahlíð í Mývatnssveit, sem varðveitt
er í Þjóðminjasafni Dana, krosssaumuð rúmábreiða frá Bæ í Hrútafirði, hökull
frá 17 öld með refilsaumuðum krossi og fleiri textílar sem veita innsýn
í fagurt handverk frá fyrri tíð hér á landi. </font>
<p><font size=2 face="Calibri">Í Þjóðminjasafninu eru varðveitt mikið af
útsaumuðum verkum íslenskra kvenna frá ýmsum tímum. Þeirra elst eru
refilsaumuðu altarisklæðin frá miðöldum en mörg þeirra eru til sýnis í
grunnsýningu safnsins en af varðveittum útsaumuðum verkum verður ekki annað
ráðið en konur hér á landi hafi um aldir lagt sig fram um að sauma snilldarverk
með margs konar spori og fjölbreytilegum munstrum. Bæði er um að
ræða hlutbundið myndefni úr Biblíunni en einnig stílfærð skraut, jurtavafninga
og blómamunstur.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font></div></div>