<div align=center><font size=6 face="Calibri"><b>Ævispor</b></font>
<br><font size=4 face="Calibri"><b>Útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur</b></font></div>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri"><b>Laugardaginn 30. janúar verður sýningin
<i>Ævispor – útsaumsverk Guðrúnar Guðmundsdóttur </i>opnuð í Bogasal Þjóðminjasafns
Íslands. Á sýningunni má sjá útsaumsverk Guðrúnar sem hún hefur unnið með
gömul handrit og forn útsaumuð klæði að fyrirmynd. Verk Guðrúnar eru tilkomumikil
og hafa sterka skírskotun í listrænan arf og þjóðlegar hefðir Íslendinga.
Þau eru dæmi um hvernig íslenskar konur í nútímanum nýta sér menningararfinn
og sýna vel hvernig hefð og nýsköpun fara saman. Sýningin er liður í þeirri
&nbsp;stefnu safnsins &nbsp;að endurspegla samtímann og tengsl hans við
gamlar hefðir. </b></font>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri"><b>Samhliða sýningunni verður úrval útsaumsverka
úr fórum safnsins til sýnis á 3. hæð. Útsaumurinn er frá 17., 18. og 19.
öld og sýnir ómetanlegan arf íslenskrar handmenntar.</b></font>
<div align=center>
<br><img src=cid:_1_0B748EF00B748AF0003AC464002576BA></div>
<p><font size=2 face="Calibri">Guðrún Guðmundsdóttir fæddist í Garðhúsum
í Garði árið 1930 og ólst þar upp. Hún er dóttir hjónanna Guðmundar F.
Eiríkssonar útvegsbónda í Garðhúsum og Jennýjar K. Júlíusdóttur frá Bursthúsum
á Miðnesi og er næstelst sex systkina. Snemma hneigðist hugur Guðrúnar
til handmennta en það varð til þess að hún fór til Reykjavíkur og hóf nám
í kvöldskóla. &nbsp;Jafnframt náminu í Handíða- og myndlistaskólanum lærði
Guðrún að taka mál og sníða föt. Guðrún er einstaklega næm á litasamsetningar
og form og eru óteljandi þær flíkur, saumaðar, prjónaðar og heklaðar sem
hún hefur unnið fyrir sig og sína.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">Guðrún Guðmundsdóttir hefur saumað 26 veggmyndir
í stramma eftir eigin hugmyndum, 20 þeirra má sjá á sýningu Þjóðminjasafnsins.
Síðustu tvær myndirnar lauk hún við í haust er leið. En þá eru ekki taldar
með ótal minni myndir, veggklæði, rúmábreiður o.fl., sem hún hefur saumað
um ævina. Þar á meðal eru tvö klæði sem hún saumaði eftir þekktum útsaumsverkum
í Þjóðminjasafninu, þ.e. riddaraklæðinu svo kallaða og annarri rúmábreiðu
frá 17. öld. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">Guðrún hefur undanfarin 25 ár stundað ættfræðirannsóknir
en þetta áhugamál varð kveikjan að nýjum útsaumsmyndum. Sem dæmi má nefna
Ættarklæði Guðrúnar, en þar má meðal annars sjá æviágrip Guðrúnar, &nbsp;þar
sem hún teiknar fríhendis og saumar út atburði úr lífi sínu, ásamt reitum
með nöfnum ættingja hennar.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font>