<div align=center><font size=5 face="Calibri"><b>Fyrir ári – sýning á
Torgi Þjóðminjasafns Íslands</b></font>
<p><font size=3 face="Calibri"><b>Laugardaginn 15. janúar verður opnuð
sýning á gripum sem komu við sögu í mótmælunum í kjölfar efnahagshrunsins
2008 á Torgi Þjóðminjasafnsins. Þetta eru meðal annars mótmælaspjöld, ílát,
dreifibréf, gashylki og fleira sem ýmist kom frá almenningi eða safnaðist
á vettvangi. Ástæða þess að þessir gripir eru sýndir nú á meðan við stöndum
enn í hringiðu atburðanna er að safnið vill leita álits hjá almenningi
á því sem safnast hefur. Hvernig speglar safnið samtímann með þessum gripum?
Eru þetta hlutirnir sem segja söguna? Öll erum við sérfræðingar í samtíma
okkar og nú kallar safnið eftir aðstoð við að velja hvað á að varðveita
til framtíðar. Hvað sýnir atburði áranna 2008 – 2009?</b></font>
<p><img src=cid:_1_0BA6B2480BA6AE4800590183002576AC></div>
<p><font size=2 face="Calibri">Það er ekki alltaf auðvelt að nota gripi
til að varpa ljósi á söguna en hlutverk safna er engu að síður að varðveita
heimildir um tíðaranda og atburði. Í Þjóðminjasafninu má til dæmis finna
höggstokk þar sem nafngreint fólk var gert höfðinu styttra, kórkápu Jóns
Arasonar, kaffikvörn Eggerts og Bjarna og húsgögn Jóns Sigurðssonar. Allt
hlutir sem bera ákveðnu fólki og atburðum vitni.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Gripir eru varðveittir fyrir framtíðina
svo hægt verði að rannsaka þá og sýna eftir 2, 50 eða 350 ár. Nú
er unnið að söfnun gripa sem endurspegla þá tíma sem við lifum og gestir
dagsins í dag eru beðnir að segja álit sitt á því sem safnað hefur verið
til að gefa sem besta mynd af tíðarandanum. Hægt verður að skilja hugleiðingar
eftir á staðnum eða á vef sýningarinnar á </font><a href=www.thjodminjasafn.is><font size=2 face="Calibri">www.thjodminjasafn.is</font></a>
<p><font size=2 face="Calibri">Safnið hefur einnig áhuga á því að fá til
varðveislu ljósmyndir teknar á vettvangi mótmælanna hvort heldur stafrænar
myndir eða pappírsmyndir. Myndirnar verða síðan varðveittar í safninu með
sérstöku samkomulagi við höfunda þeirra. Úrval þeirra mun verða sett upp
á sýningunni um leið og þær berast. Senda má myndir á netfangið jonas.hallgrimsson@thjodminjasafn.is</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Samhliða sýningunni sendir safnið út spurningaskrá
um kreppuna sem verður aðgengileg á heimasíðu safnsins og á sýningunni
og eru áhugasamir hvattir til að svara henni. </font>
<p><font size=2 face="Calibri">Nánari upplýsingar má fá á vef Þjóðminjasafnsins
</font><a href=www.thjodminjasafn.is><font size=2 face="Calibri">www.thjodminjasafn.is</font></a>
<p><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font>