<div align=center>
<br><font size=5 face="Calibri"><b>Leiðsögn um sýninguna <i>Ása G. Wright
– frá Íslandi til Trinidad</i></b></font></div>
<p><font size=2 face="Calibri"><b>Sunnudaginn 13. nóvember kl. 14:00 mun
Inga Dóra Björnsdóttir mannfræðingur veita leiðsögn um sýninguna <i>Ása
G. Wright – frá Íslandi til Trinidad.</i> Á sýningunni getur að líta hluta
þeirra gripa sem Ása gaf safninu á 7. áratug síðustu aldar. Margir gripanna
hafa ekki verið sýndir áður. Inga Dóra ritaði nýja ævisögu Ásu, <i>Kona
þriggja eyja,</i> sem kom út í haust. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.</b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_092F05EC092F0204004BB63400257688></div>
<br><font size=2 face="Calibri">Áslaug Guðmundsdóttir, eða Ása G. Wright,
fæddist að Laugardælum í Ölfusi 12. apríl 1892. Hún lést í Port &nbsp;of
Spain á eynni Trinidad í Karabíska hafinu 6. febrúar 1971. Líf hennar var
sannkallað ævintýri frá því hún var ung læknisdóttir á Íslandi þar til
hún á efri árum rak gistiheimili í náttúruparadís á hitabeltiseyju. Persónuleiki
&nbsp;Ásu var stór í sniðum, hún lét hendur standa fram úr ermum og er
hverjum þeim eftirminnileg &nbsp;sem henni kynntust. Hún var af fyrirmönnum
komin og var ákaflega stolt af uppruna sínum og ætt og vildi halda minningu
ættarinnar á lofti. </font>
<p><font size=2 face="Calibri">Ása var velgjörðarmaður Þjóðminjasafns Íslands
og gaf safninu hluta búslóðar sinnar ásamt veglegri fjárupphæð. &nbsp;Árið
1968 var stofnaður minningarsjóður Ásu Guðmundsdóttur Wright. Sjóðurinn
er í vörslu Þjóðminjasafns Íslands og er ætlað að standa straum af heimsóknum
erlendra fræðimanna til landsins, til að flytja fyrirlestra á vegum safnsins
um þætti í norænni menningu. Fyrirlestrar sjóðsins hafa verið gefnir út
í sérstakri ritröð. Nýjasta ritið, sem er númer þrettán í ritröðinni, ber
heitið <i>Islands fine sølv </i>&nbsp;en ritin eru, líkt og <i>Kona þriggja
eyja,</i> fáanleg í safnbúð Þjóðminjasafnsins.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font>