<div align=center>
<br><font size=6 face="Calibri"><b>Jólin koma!</b></font></div>
<br><font size=3 face="Calibri"><b>Jóladagskrá Þjóðminjasafns Íslands hefst
með pompi og prakt sunnudaginn 6. desember. Dagskráin hefst kl. 14 og er
aðgangur ókeypis.</b></font>
<p><font size=2 face="Calibri">Pollapönkararnir Heiðar Örn Kristjánsson
og Haraldur Freyr Gíslason, einnig þekktir sem Heiðar og Halli úr Botnleðju,
munu spila fyrir krakkana. Grýla, Leppalúði og Jólakötturinn kíkja
í heimsókn og ræða við börnin um íslenska jólasiði. Á Torginu er sýningin
<i>Sérkenni sveinanna,</i>en þar má sjá jólahús með gripum sem tengjast
jólasveinunum. Gripina má snerta og geta þeir hjálpað börnum að skilja
nöfn jólasveinanna. Í forsal á 3. hæð safnsins verður jafnframt hægt að
skoða gömul jólatré.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Þá gefst færi á að fara í jólaratleikinn
<i>Hvar er jólakötturinn?</i> og finna litlu jólakettina sem hafa verið
faldir innan um safngripina. Fleiri fjölskylduleikir eru í boði í afgreiðslu
safnsins. </font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_0ABF95340ABF914C0034A5CD00257681></div>
<p><font size=2 face="Calibri">Upplagt er að nota tækifærið og skoða sérsýningar
Þjóðminjasafnsins. Þar á meðal er sýningin <i>Ása G. Wright – frá
Íslandi til Trinidad, </i>sem opnuð var 28. nóvember s.l. Þar getur að
líta hluta þeirra gripa sem Ása gaf safninu á 7. áratug síðustu aldar.
Bók um ævi Ásu, <i>Kona þriggja eyja</i> eftir Ingu Dóru Björnsdóttur,
kom nýlega út hjá Forlaginu. </font>
<p><font size=2 face="Calibri">Sýningin <i>Endurfundir </i>er á<i>
</i>1. hæð safnsins, bak við Kaffitár og Safnbúð<i>. Endurfundir
</i>er fornleifasýning ætluð allri fjölskyldunni, þar sem hægt
er að skoða gripi sem fundust við fornleifarannsóknir víðsvegar um landið
á árunum 2001-2005. Auk gripanna er hægt að skoða myndasýningar frá uppgröftunum,
leira, stimpla með gotnesku letri eða fara í fræðsluspor fjölskyldunnar
og leysa skemmtilegar þrautir. Einnig eru þarna leynikassar sem eru skemmtilegir
fyrir yngstu gestina - og jafnvel þá sem eldri eru!</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Á ljósmyndasýningunni <i>Óþekkt augnablik</i>
í Bogasal á 2. hæð eru safngestir beðnir um aðstoð við greiningu myndefnis.
Á sýningunni eru myndir úr Ljósmyndasafni Íslands í Þjóðminjasafni, en
lítið er vitað um fólk og staði á myndunum og geta gestir bætt við upplýsingum
þar sem þeir þekkja til.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Safnbúðin er að vanda full af þjóðlegum
leikföngum, vönduðum minjagripum, íslenskri hönnun og bókum. Hér
er hægt að fá margs kyns gjafavöru í jólapakkann og auðvitað bæði kerti
og spil. Í safnbúðinni fæst einnig suðusúkkulaði í fallegum umbúðum
og uppskrift að heitu súkkulaði fylgir með.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">En það er líka tilvalið að ljúka heimsókninni
með því að fá sér heitt súkkulaði og meðlæti í Kaffitári. Þar fást einnig
gjafapakkar með kaffibaunum og fleira góðgæti.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font>