<div align=center>
<br><font size=7 face="Book Antiqua"><b>Endurfundir</b></font>
<br><font size=5 face="Book Antiqua"><b>Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna!</b></font></div>
<p><font size=3 face="Book Antiqua"><b>Ákveðið hefur verið að framlengja
sýninguna <i>Endurfundi</i>. Sýningunni er ætlað að höfða til allra aldurshópa
en á henni má sjá fjölda gripa sem fundust við fornleifarannsóknirnar á
árunum 2001-2005. Auk gripanna er hægt að skoða myndasýningar frá uppgröftunum,
&nbsp;leira, stimpla eða fara í fræðsluspor fjölskyldunnar og leysa skemmtilegar
þrautir. Einnig er boðið upp á leynikassa sem eru skemmtilegir fyrir yngstu
gestina – og jafnvel þá sem eldri eru! Sýningatexta og hljóðleiðsögn samdi
Pétur Gunnarsson, en textarnir veita skemmtilega innsýn í hugarheim fólks
á öldum áður.</b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_12AB797C12AB75C00030148E0025767F><img src=cid:_1_12AB7B8012AB75C00030148E0025767F></div>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Á árunum 2001-2005 styrkti Kristnihátíðarsjóður
fornleifarannsóknir á helstu sögustöðum þjóðarinnar. Á sýningunni má sjá
úrval þeirra gripa sem fundist hafa hingað til á átta þessarra staða, en
mörgum rannsóknanna er enn ólokið. &nbsp;Kristnihátíðarsjóður var stofnaður
til að minnast þess að 1000 ár voru liðin frá því að kristinn siður var
lögtekinn á Íslandi. Hlutverk sjóðsins var annars vegar að efla fræðslu
og rannsóknir á menningar- og trúararfi þjóðarinnar og stuðla að umræðum
um lífsgildi hennar, siðferði og framtíðarsýn og hins vegar að kosta fornleifarannsóknir
á helstu sögustöðum þjóðarinnar.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">s. 5302222/gsm 8242039</font>