<div align=center>
<br><font size=5 face="Calibri"><b>USA MY WAY – Hvar er fólkið?</b></font></div>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri"><b>Fimmtudaginn 12. nóvember mun Kristján
Logason ljósmyndari flytja erindið “USA My Way – Hvar er fólkið?” í
hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafni Íslands. Fyrirlesturinn er sá fyrsti
í nýrri röð hádegisfyrirlestra í samvinnu Ljósmyndarafélags Íslands og
Þjóðminjasafns Íslands. Hann hefst klukkan 12:10 og stendur í u.þ.b. 45
mín. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.</b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_090C85D8090C821C003CF5F80025766B></div>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">”USA My Way” byggir á ljósmyndum sem
Kristján tók af því sem varð á vegi hans á tveggja ára löngu ferðalagi
um Norður- og Miðameríku sem hann lagði upp í árið 2006. Í ferðinni leitaðist
hann við að endurnýja og endurskilgreina sjálfan sig sem ljósmyndara og
var markmiðið að ljósmynda fólk í sínu náttúrulega umhverfi. ”USA My Way
– hvar er fólkið?” er því í senn leit ljósmyndarans að viðfangsefninu,
fólkinu sem átti að mynda, og samtímis leit hans að sjálfum sér.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Calibri">s. 5302222/gsm 8242039</font>