<div align=center>
<br><font size=5 face="Times New Roman"><b>Kynning bókarinnar: <i>Hávamál.
La voce di Odino.</i></b></font></div>
<br>
<br><font size=4 face="Times New Roman"><b>Þriðjudaginn 28. september 2009
mun Antonio Costanzo kynna nýja útgáfu <i>Hávamáls</i> á ítölsku sem hann
hefur unnið. Kynningin fer fram kl. 12:05 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns
Íslands.</b></font>
<br>
<br><font size=2 face="Times New Roman"><b>Um útgáfu bókarinnar segir Antonio:
„</b>Samskipti milli norrænna landa og Ítalíu hófust eins snemma og saga
norrænna þjóða. Á þjóðflutningartímum fóru margar germanskar og þá sérstaklega
norrænar þjóðir um rómverska heimsveldið, hertóku svæði og námu land. Margir
flokkar settust að á Ítalíu, þannig að ný menning, germönsk og stundum
norræn hafði mikil áhrif á gamla rómverska heiminn. Á þennan hátt risu
mörg rómversk-germönsk ríki þar sem vestrómverska heimsveldið hafði eitt
sinn verið.</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Þetta flæði manna og hugmynda hélt
áfram á komandi öldum. Seint á áttundu öld námu nokkrir norðmenn land í
Norðurfrakkland, í því héraði sem enn kallast Normandie. Tveimur öldum
seinna fóru nokkrir franskir norðmenn frá Frakklandi og skiptust í tvo
flokka. Öðrum flokkinum stjórnaði Vilhjalmur annar sem hertók Bretland
og varð þar konungur. Hinn flokkurinn fór á suðrænar slóðir og vann borgina
Napólí á Suðurítalíu. Frá þessum tíma er þjóðskrá rituð í Amalfí, nokkrum
kílómetrum fyrir sunnan Napólí, þar sem fræðimenn fundu nafn Jonaccharusar
sem er latínugert nafn samsvarandi <i>Jónakri</i>, nafn sem stendur í Eddukvæðum
en hefur hvergi annars staðar fundist.</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Allt þetta flæði manna og hugmynda
sem hér er sagt frá, stefndi til suðrænna landa, sjaldan öfugt. En þó,
nú fer áhugi Ítala og sérstaklega Suðurítala á norrænum síðum vaxandi.
Eftir margar aldir er þetta flæði hugmynda að breyta um stefnu: úr suðri
til norðurs. Ástæðuna fyrir því má áreiðanlega finna í hjörtum nokkurra
manna, niðja norrænna þjóða sem settust að í suðrænum löndum.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Times New Roman">En af hverju að þýða Hávamál yfir
á ítölsku? Þetta er eitt fárra rita, þar sem hægt er að finna heimspeki
fornnorrænna þjóða. Víðast hvar á Norðurálfu voru hugrekki og kapp víkinga
þekkt. En hvað bjó í hjörtum þeirra? Hvað hugsuðu þeir er þeir sigldu í
leit að nýjum löndum og ævintýrum? Svörin við sumum þessara spurninga má
sjálfsagt finna í Hávamálum. Þau eru reyndar enn merkilegri. Hávamál endurspegla
ekki einungis tilfinningar og hugsunarhátt fólks. Þau sýna einnig skipulagða
heimsmynd og hægt er að skynja og skoða þar marga þætti heimspeki annarra
þjóða. Ég ber því saman nokkur hugtök Hávamála við hugsunarmyndir rómversks
stóísma og upprunalegs búddisma, enda líkist hugtakið <i>sæla</i> í Hávamálum
hinni stoísku <i>apatheiu</i>. Þess konar <i>sæla</i> er engin jarðbundin
tilfinning heldur niðurstaða djúprar hugleiðslu sem breytir manni í „óásækjanlegan“
kastala.</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Þó tel ég að hægt sé að finna sitthvað
fleira í Hávamálum. Það verður ljóst strax frá fyrstu erindunum að hinn
andlegi stígur manns er samskonar ferð. Um leið og ég las í bók „La Dottrina
del Risveglio“ eftir Evola um <i>bikkhu</i>, sem voru eins konar flakkandi
„andarannsóknarmenn“, datt mér í hug nokkrar fallegar vísur Hávamála
um gestrisni og ferðalög. Ég ímyndaði mér að þeir vestrænu flakkarar voru
sláandi svipaðir hinum eineygða Guði. Sjálfsforn Óðins sem hékk <i>vindgameiði
á</i>, það er að segja á Yggdrasli, minnir á Búddha við fætur heimstrésins
þar sem hann öðlast þekkingu veraldar.“</font>