<div align=center>
<br><font size=5 face="sans-serif"><b>Ráðstefna um Kirkjur Íslands</b></font></div>
<p><font size=3 face="sans-serif"><b>Í tilefni af útkomu tveggja nýrra
binda af Kirkjum Íslands verður haldin ráðstefna í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns
Íslands fimmtudaginn 24. september kl. 13:15-15:00. Flutt verða sjö stutt
erindi. </b></font>
<br>
<br><font size=3 face="sans-serif">Þorsteinn Gunnarsson arkitekt lýsir
markmiðum útgáfunnar og umfjöllunarefni, Jón Torfason skjalavörður segir
frá heimildum um kirkjur og kirkjugripi á Þjóðskjalasafni Íslands, Björk
Ingimundardóttir skjalavörður flytur óformlegt spjall um Borgarfjörð og
Borgfirðinga, Sigríður Björk Jónsdóttir listfræðingur flytur erindi um
kirkjur og kirkjusmiði í Borgarfjarðarprófastsdæmi, Lilja Árnadóttir, fagstjóri
munasafns Þjóðminjasafns, flytur erindi um gripi og áhöld í kirkjum í Borgarfirði
og á Mýrum, Guðrún Harðardóttir sagnfræðingur á Þjóðminjasafni Íslands
segir frá Reykholtskirkju og áhrifum dómkirkjunnar í Reykjavík og Gunnar
Bollason, verkefnisstjóri kirkjuminja hjá Fornleifavernd ríkisins, spjallar
um borgfirsk minningarmörk. Ráðstefnustjóri er Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður. </font>
<br>
<br><font size=3 face="sans-serif">Kirkjur Íslands er grundvallarrit um
friðaðar kirkjur á Íslandi ásamt gripum þeirra og minningarmörkum. Út eru
komin 14 bindi en áætlað er að árið 2015, þegar útgáfunni lýkur, verði
þau orðin 26. Útgefendur eru Húsafriðunarnefnd, Þjóðminjasafn Íslands og
Biskupsstofa. Meðútgefandi og dreifingaraðili er Hið íslenska bókmenntafélag.</font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Helga Vollertsen &nbsp; &nbsp; &nbsp;
&nbsp;</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">s. 5302222/gsm 8242039</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">helga.vollertsen@thjodminjasafn.is</font>