<div align=center>
<br><font size=4 face="Times New Roman"><b>Þjóðháttasöfnun um áheit og
trú tengd kirkjum &nbsp;</b></font></div>
<p><font size=3 face="Times New Roman"><b>Þjóðminjasafn Íslands vinnur
um þessar mundir að söfnun heimilda um áheit og trú tengd kirkjum. Söfnunin
er samvinnuverkefni við námsbraut í þjóðfræði við Háskóla Íslands og Margaret
Jean Cormack trúarbragðafræðing. Af þessu tilefni hefur verið tekin saman
spurningaskrá sem send verður út á næstunni. Ekki hefur áður verið safnað
sérstaklega upplýsingum um þetta efni. </b></font>
<div align=center>
<p><img src=cid:_1_0A563B380A56377C004794D300257631>
<br><font size=2 face="Times New Roman"><i>Strandakirkja.</i></font></div>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Áheit voru mjög algeng í kaþólskum
sið hér á landi og hafa einnig þekkst í töluverðum mæli á síðari öldum.
Mikið hefur verið heitið á kirkjur og er Strandarkirkja þeirra langþekktust
í dag. Helstu áheitastaðir fyrr á tímum voru Kaldaðarnes og Skálholt. Þar
að auki var eða er heitið á helga menn, ákveðnar persónur, góð málefni
og fleira. Þá tengdist trú af ýmsu tagi sjálfum kirkjuhúsunum. Sumum þeirra
mátti t.d. ekki læsa og aðrar voru látnar standa opnar í verndarskyni.</font>
<br>
<div>
<br><font size=3 face="Times New Roman">Þjóðminjasafnið hefur áhuga á að
ná til fólks sem býr yfir upplýsingum um áheit og trú tengd kirkjum og
er það beðið um að hafa samband við safnið í síma 530 2200 eða að senda
tölvupóst á netfangið </font><a href=mailto:agust@thjodminjasafn.is><font size=3 face="Times New Roman">agust@thjodminjasafn.is</font></a><font size=3 face="Times New Roman">.
Þjóðminjasafnið vill hvetja menn til að leggja söfnuninni lið og varðveita
þannig mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að færi forgörðum. Með
spurningaskránni er leitast við að ná til sem breiðasts hóps í öllum landshlutum,
jafnt karla sem kvenna. Ennfremur er unnt að sækja spurningaskrána á vef
Þjóðminjasafnsins http://www.thjodminjasafn.is og senda svör í tölvupósti.
</font>
<br>
<br><font size=3 face="Times New Roman">Þjóðminjasafn Íslands hefur í um
hálfa öld safnað heimildum um þjóðhætti með spurningaskrám. Spurt hefur
verið um lífshætti, siði og venjur fyrr á tímum en í seinni tíð hefur söfnunin
einnig beinst að samtímanum. Svör heimildarmanna eru varðveitt í skjalasafni
stofnunarinnar og slegin inn í stafrænan gagnagrunn. Aðgangur að grunninum
er þó takmarkaður og háður sérstöku leyfi. </font>
<p><font size=2 face="Times New Roman">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Helga Vollertsen &nbsp; &nbsp;
&nbsp; &nbsp;</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">s. 5302222/gsm 8242039</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">helga.vollertsen@thjodminjasafn.is</font></div>