Þjóðfræðingum er nú boðið í Gróttuferð. Farið verður út í Gróttu um
klukkan 23:30 á föstudeginum 13. mars og setið við draugasögusprell
langt fram á nótt. Þeir sem ætla að gista eru beðnir um að skrá sig:
<a href="mailto:thjodfraedingar@gmail.com" target="_blank">thjodfraedingar@gmail.com</a>.<br><br>Við munum byrja kvöldið á Kaffi
Centrum kl. 20 og förum út í eynna upp úr kl. 22:30. Hægt verður að
koma í land aftur til klukkan 3:30-4:30 um nóttina eða upp úr klukkan
11:30-12:30 á laugardagsmorgninum. Fólki er ráðlagt að taka með sér
svefnpoka og gista, því ætlunin er að segja draugasögur langt fram á
nótt. Allir eru hvattir til þess að dusta rykið af eigin sögum og taka
þátt í sagnaskemmtuninni. Um morguninn verður vitinn skoðaður í þaula.
Þá er fólk einnig hvatt til að taka með sér morgunmat, næturnasl og
drykkjarveigar. Ókeypis fyrir meðlimi FÞÍ, aðrir greiða 1000 kr. Þeir
sem ætla að gista eru vinsamlegast beðnir um að láta vita með því að
senda tölvupóst: <a href="mailto:thjodfraedingar@gmail.com" target="_blank">thjodfraedingar@gmail.com</a>.