<html xmlns:v="urn:schemas-microsoft-com:vml" xmlns:o="urn:schemas-microsoft-com:office:office" xmlns:w="urn:schemas-microsoft-com:office:word" xmlns:m="http://schemas.microsoft.com/office/2004/12/omml" xmlns="http://www.w3.org/TR/REC-html40">
<head>
<meta http-equiv=Content-Type content="text/html; charset=iso-8859-1">
<meta name=Generator content="Microsoft Word 12 (filtered medium)">
<style>
<!--
/* Font Definitions */
@font-face
        {font-family:Calibri;
        panose-1:2 15 5 2 2 2 4 3 2 4;}
/* Style Definitions */
p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal
        {margin:0cm;
        margin-bottom:.0001pt;
        font-size:11.0pt;
        font-family:"Calibri","sans-serif";}
a:link, span.MsoHyperlink
        {mso-style-priority:99;
        color:blue;
        text-decoration:underline;}
a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed
        {mso-style-priority:99;
        color:purple;
        text-decoration:underline;}
span.EmailStyle17
        {mso-style-type:personal-compose;
        font-family:"Calibri","sans-serif";
        color:windowtext;}
.MsoChpDefault
        {mso-style-type:export-only;}
@page Section1
        {size:612.0pt 792.0pt;
        margin:72.0pt 72.0pt 72.0pt 72.0pt;}
div.Section1
        {page:Section1;}
-->
</style>
<!--[if gte mso 9]><xml>
<o:shapedefaults v:ext="edit" spidmax="1026" />
</xml><![endif]--><!--[if gte mso 9]><xml>
<o:shapelayout v:ext="edit">
<o:idmap v:ext="edit" data="1" />
</o:shapelayout></xml><![endif]-->
</head>
<body lang=IS link=blue vlink=purple>
<div class=Section1>
<p class=MsoNormal>Reykjavíkursögur – eftirminnilegar stundir<o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><o:p> </o:p></p>
<p class=MsoNormal>Komdu og segðu okkur frá eftirminnilegum stundum í borginni!
Skautaðir þú á Tjörninni eða í Skautahöllinni? Heimsóttir þú Listamannaskálann eða
gekkstu á sunnudögum um Hallargarðinn? Manstu spilasalinn í Hafnarstræti eða
tónleikamaraþon Tónabæjar? Dansaðir þú á Borginni eða í Hollywood eða gekkstu
kannski Hallærisplanið? Heimsækir þú listasöfnin og Kolaportið? Býrðu þig í
betri fötin á sunnudögum? <o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><o:p> </o:p></p>
<p class=MsoNormal>Á menningarnótt býður Miðstöð munnlegrar sögu borgarbörnum,
ungum jafnt sem öldnum, að tylla sér inn í hljóðver miðstöðvarinnar og segja
frá eftirminnilegum stundum í borginni. Hljóðver Miðstöðvarinnar verður að
finna í litlu vinalegu garðhúsi á horni Aðalstrætis og Túngötu, við inngang
Landnámssýningarinnar. Allir sem heimsækja hljóðverið fá afrit af eigin
upptöku á geisladiski. Hljóðverið er opið á milli 12 og 18. <o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><o:p> </o:p></p>
<p class=MsoNormal>Söfnunarátakið Borgarbörn er hluti af stærra verkefni sem nefnist
Reykjavíkursögur. Markmiðið er að safna, varðveita og miðla Reykjavíkursögum
frá ólíkum tímum. Á árinu 2008 verður athyglinni beint að frístundum sem mótast
af borgarumhverfinu. Frásagnirnar og viðtölin verða tekin upp og geymdar í
safni Miðstöðvar munnlegrar sögu. Þær verða nýttar til að byggja upp sérstakan
vef Reykjavíkursagna þar sem verður hægt að hlusta á frásagnir og fræðast í
máli og myndum um lífið í Reykjavík á ýmsum tímum. <o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><o:p> </o:p></p>
<p class=MsoNormal>Miðstöð munnlegrar sögu er safn og rannsókna- og
fræðslustofnun á sviði munnlegrar sögu með aðsetur í Þjóðarbókhlöðu. Hlutverk
hennar er að safna munnlegum heimildum um sögu landsmanna, miðla þeim og
varðveita til frambúðar. Vefsíðu Miðstöðvarinnar er að finna á <a
href="http://www.munnlegsaga.is">http://www.munnlegsaga.is</a> <o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><o:p> </o:p></p>
<p class=MsoNormal>Styrktaraðilar Reykjavíkursagna eru Reykjavíkurborg, Ikea og
Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Nánari upplýsingar gefur Unnur María
Bergsveinsdóttir, verkefnastjóri Miðstöðvar munnlegrar sögu í síma 525-5776 og
691 0374 og í gegnum netfangið <a href="mailto:munnlegsaga@munnlegsaga.is">munnlegsaga@munnlegsaga.is</a><o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal> <o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><o:p> </o:p></p>
<p class=MsoNormal><o:p> </o:p></p>
<p class=MsoNormal><span lang=EN-US>Kær kveðja,<o:p></o:p></span></p>
<p class=MsoNormal><span lang=EN-US>Unnur María<o:p></o:p></span></p>
<p class=MsoNormal><span lang=EN-US><o:p> </o:p></span></p>
<p class=MsoNormal><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>----</span><span
style='font-size:12.0pt;font-family:"Times New Roman","serif"'><o:p></o:p></span></p>
<p class=MsoNormal><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>Unnur
María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri</span></i><o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>Miðstöð
munnlegrar sögu</span></i><o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>Landsbókasafni
Íslands - Háskólabókasafni</span></i><i><span style='font-size:10.0pt;
font-family:"Arial","sans-serif"'><br>
</span></i><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>Arngrímsgötu
3</span></i><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'><br>
</span></i><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>107
Reykjavík</span></i><o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal> <o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>sími:
525-5775</span></i><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'><br>
</span></i><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>gsm:
691-0374</span></i><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'><br>
</span></i><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>netfang:
</span></i><a href="mailto:unnurm@bok.hi.is"><i><span style='font-size:10.0pt;
font-family:"Arial","sans-serif";color:windowtext;text-decoration:none'>unnurm@bok.hi.is</span></i></a><br>
<i><span style='font-size:10.0pt;font-family:"Arial","sans-serif"'>vefsíða: </span></i><a
href="http://www.munnlegsaga.is"><i><span style='font-size:10.0pt;font-family:
"Arial","sans-serif";color:windowtext;text-decoration:none'>www.munnlegsaga.is</span></i></a><o:p></o:p></p>
<p class=MsoNormal><o:p> </o:p></p>
</div>
</body>
</html>