<br><font size=2 face="Calibri"><b><i>Fréttatilkynning</i></b></font>
<p><font size=2 face="Calibri"><b>Þjóðminjasafn Íslands auglýsti nýverið
eftir umsóknum um verkefnaráðningu í samtímaljósmyndun. Með því vill safnið
hvetja til markvissrar samtímaskráningar í ljósmyndun. </b></font>
<p><font size=2 face="Calibri"><b>Pétur Thomsen ljósmyndari var valinn
úr hópi umsækjenda. Verkefnið sem hann sótti til felst í því að mynda
Ásfjall í Hafnarfirði og þær breytingar sem verða á náttúrufari þess og
umhverfi samfara því að það fer í auknum mæli undir byggð.</b></font>
<p><font size=2 face="Calibri">Á Ásfjalli í Hafnarfirði má meðal annars
finna eina hæstu byggð á höfuðborgarsvæðinu, gróin hverfi, fólkvang, friðlýst
svæði, frístundabyggð, skógrækt og ný hverfi í uppbyggingu. </font>
<p><font size=2 face="Calibri">Norðaustan í Ásfjalli er 3. áfangi Áslands
í byggingu. Svæðið afmarkast af Reykjanesbraut að norðan, hlíðum Ásfjalls
og fólkvangsmörkum til vestur og legu Kaldárselsvegar. Í þessu hverfi er
að finna mjög blandaða byggð: einbýlishús, raðhús, parhús og fjölbýli.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Svæðið er lýsandi dæmi um stöðu íslensks
samfélags í dag og þá miklu uppbyggingu sem átt hefur sér stað á höfuðborgarsvæðinu
á undanförnum árum. Nýtt hverfi er að vinna sér stað í náttúrunni í næsta
nágrenni við friðlýstan fólkvang. En mikið hefur hægt á uppbyggingunni
undanfarið vegna efnahagsástands í landinu. Margar eignir eru í sölu og
margir húsgrunnar hafa staðið óhreyfðir í langan tíma. </font>
<p><font size=2 face="Calibri">Verkefnið mun samanstanda af umhverfismyndum,
myndum af húsum innan sem utan og portrettmyndum af íbúum á svæðinu.</font>
<p><font size=2 face="Calibri"><b>Nánari upplýsingar um verkefnið gefur
Pétur Thomsen í síma 899 8014</b></font>
<br>
<p><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">Tel.: (354) 530 2222</font>
<br><font size=2 face="Calibri">GSM: (354) 824 2039</font>
<br><font size=2 face="Calibri">http://www.thjodminjasafn.is</font>
<br>
<p>
<p>