<br><font size=2 face="Cambria"><b>Hádegisfyrirlestur hjá Þjóminjasafni
Íslands</b></font>
<br>
<br><font size=2 face="Cambria">Mánudaginn 16. júní mun bandaríski ljósmyndarinn
Michael Light halda hádegisfyrirlestur um myndir sínar í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafns Íslands. Fyrirlesturinn hefst kl. 12:00. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Cambria">Michael lauk MFA frá San Fransisco Art
Institute árið 1993 og hefur unnið með loftmyndir í víðasta skilningi –
hann hefur sjálfur myndað úr lofti en einnig hefur hann rannsakað myndasöfn
NASA með enduskoðun á myndefni tunglfaranna í huga, hann hefur gefið út
bækurnar <i>FULL MOON</i> sem er afrakstur af 32.000 myndum geimfaranna
sem til tunglsins hafa farið – einnig hefur hann gefið út bókina <i>100
SUNS</i> sem inniheldur endurskoðun á myndum tengdum kjarnorkusprengingum
Bandaríkjamanna. Michael Light er Guggenheim-styrkþegi og hyggst mynda
Ísland úr lofti og tengja þær myndir við landslagið á tunglinu. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Cambria">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Cambria">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Cambria">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Cambria">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Cambria">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Cambria">101 Reykjavík</font>
<br>
<br><font size=2 face="Cambria">Tel.: (354) 530 2222</font>
<br><font size=2 face="Cambria">GSM: (354) 824 2039</font>
<br><font size=2 face="Cambria">http://www.thjodminjasafn.is</font>