<br><font size=2 face="Calibri"><b>17. júní á Þjóðminjasafni Íslands</b></font>
<p><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafn Íslands verður í sumarskapi
á 17. Júní. Nóg verður um að vera fyrir alla fjölskylduna, nýjar sýningar,
ratleikir og svo verður forsetabíll Sveins Björnssonar, fyrsta forseta
lýðveldisins, til sýnis fyrir utan safnið frá klukkan 14:00-17:00. </font>
<p><font size=2 face="Calibri">Bifreiðin er af Packard-gerð, frá árinu
1942, og var fyrsta forsetabifreiðin hér á landi og notuð fyrstu ár Sveins
í embætti forseta Íslands. Bíllinn hefur nýlega verið endurgerður, er í
eigu Þjóðminjasafnsins er geymdur á Bessastöðum.</font>
<p><font size=2 face="Calibri">Bílinn var keyptur notaður frá Bandaríkjunum
en bifreið sömu gerðar hafði verið gjöf Roosevelts forseta til Sveins Björnssonar.
Upprunalega bifreiðin hefur þó ekki varðveist, því hún var um borð í Goðafossi
þegar skipið var skotið í kaf í nóvember 1944.</font>
<p><font size=2 face="Calibri"><b>Eins er minnt á nýjar sýningar Þjóðminjasafnsins:</b></font>
<br><font size=2 face="Calibri">YFIR HAFIРOG HEIM – íslenskir munir frá
Svíþjóð</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Endurkast - samsýning átta íslenskra ljósmyndara</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Í þokunni &nbsp;- sýning franska ljósmyndarans
Thomas Humery</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Lífshlaup - um lífshlaup sex núlifandi
Íslendinga</font>
<br>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">Með bestu kveðju,</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Helga Vollertsen</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Kynningarstjóri</font>
<br><font size=2 face="Calibri">Þjóðminjasafni Íslands</font>
<br><font size=2 face="Calibri">v/Suðurgötu</font>
<br><font size=2 face="Calibri">101 Reykjavík</font>
<br>
<br><font size=2 face="Calibri">Tel.: (354) 530 2222</font>
<br><font size=2 face="Calibri">GSM: (354) 824 2039</font>
<br><font size=2 face="Calibri">http://www.thjodminjasafn.is</font>