<!DOCTYPE html PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.01 Transitional//EN">
<html>
<head>
</head>
<body bgcolor="#ffffff" text="#000000">
<font face="Times New Roman" size="2"><span style="font-size: 10pt;">Kæru
viðtakendur,<br>
<br>
Laugardaginn 13. september býður Miðstöð munnlegrar sögu námskeið þar
sem
munnleg saga og helstu aðferðir hennar verða kynntar. Námskeiðið verður
kennt í
Þjóðarbókhlöðu og er fjöldi þáttakenda takmarkaður við tólf.
Þátttökugjald er
10.000 kr en 7000 krónur fyrir námsmenn. Innifalið í verði eru
kennslugögn og
kaffiveitingar í hléi fyrir og eftir hádegi. Kennarar á námskeiðinu eru
Gísli
Sigurðsson, rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar, og Unnur
María
Bergsveinsdóttir, sagnfræðingur og verkefnastjóri Miðstöðvar munnlegrar
sögu.<br>
<br>
Dagskrá námskeiðsins er sem hér segir:<br>
<br>
10.00-11.30 Hvað er munnleg saga?<br>
Saga aðferðarinnar er rakin og sérkenni í hennar í samanburði við aðrar
sagnfræðilegar aðferðir rædd. Vikið verður að notkun munnlegra heimilda
innan
annarra fræðigreina. Tæpt verður á helstu kenningum um minnið og staða
munnlegrar sögu hérlendis kortlögð.<br>
<br>
11.45-13.00 Undirbúningur viðtals og tækjabúnaður<br>
Farið er yfir helstu atriði sem skipta máli þegar viðtal eða röð
viðtala eru
undirbúin. Leiðbeint verður um það hvernig best megi nálgast væntanlega
viðmælendur. Tækjabúnaður og beiting hans kynnt.<br>
<br>
<br>
14.00-15.30 Viðtalstækni<br>
Hvað einkennir góðan spyril? Eftir hverju hlustar hann og hvernig?
Þáttakendur
spreyta sig á töku viðtals.<br>
<br>
<br>
15.45-17.00 Eftir viðtalið<br>
Úrvinnsla, frágangur og varðveisla viðtalsins verða rædd. Hvernig skal
skrifa
útdrátt úr viðtali, hvernig á að skrifa viðtalið upp og hvenær á hvor
aðferðin
við? Helstu forrit sem gagnast við úrvinnslu viðtala kynnt.
Höfundaréttur og
siðleg viðmið munnlegrar sögu skýrð.<br>
<br>
<br>
<br>
Unnur María Bergsveinsdóttir veitir allar nánari upplýsingar og tekur
við óskum
um skráningu í síma 525-5776 eða í gegnum tölvupóst (<a class="moz-txt-link-abbreviated" href="mailto:unnurm@bok.hi.is">unnurm@bok.hi.is</a>).
Athugið
að í fyrra komust færri að en vildu. Sjá einnig á <a
href="http://www.munnlegsaga.is">http://www.munnlegsaga.is</a><br>
<br>
<br>
Kær kveðja,<br>
Unnur María<br>
<br>
----<br>
Unnur María Bergsveinsdóttir, verkefnisstjóri<br>
Miðstöð munnlegrar sögu<br>
Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni<br>
Arngrímsgötu 3<br>
107 Reykjavík<br>
<br>
<br>
<br>
sími: 525-5775<br>
gsm: 691-0374<br>
netfang: <a class="moz-txt-link-abbreviated" href="mailto:unnurm@bok.hi.is">unnurm@bok.hi.is</a> <<a href="mailto:unnurm@bok.hi.is">mailto:unnurm@bok.hi.is</a>><br>
vefsíða: <a class="moz-txt-link-abbreviated" href="http://www.munnlegsaga.is">www.munnlegsaga.is</a> <<a href="http://www.munnlegsaga.is">http://www.munnlegsaga.is</a>></span></font>
</body>
</html>