<p><a href="http://www.thjodminjasafn.is/fyrir-gesti/a-dofinni/nr/2415"><font size=5 color=blue face="Times New Roman"><b><u>Að
horfa með fingrunum </u></b></font></a><font size=5 face="Times New Roman"><b><br>
</b></font><font size=4 face="Times New Roman">Sýning á verkum blindra
og sjónskertra barna</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Laugardaginn <b>23. febrúar klukkan
14</b> verður sýningin Að horfa með fingrunum opnuð á Torginu í Þjóðminjasafni
Íslands. Á sýningunni eru þrívíð verk blindra og sjónskertra barna sem
unnin voru í Myndlistaskólanum í Reykjavík veturinn 2007 til 2008, auk
teikninga nokkurra nemenda skólans af verkum þeirra.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Fjölbreytileg áferð, lykt og hljóð
mismunandi efna voru nemendum og kennurum hvatning í leit sinni að nýjum
og ævintýralegum möguleikum. Ýmis áhöld og aðferðir voru nýtt til að gera
leiðangurinn áhrifaríkari. Afraksturinn er þrívíð verk eða skúlptúrar sem
spanna allt frá skringilegum skartgripum yfir í leiktæki og landsvæði.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Á landsvæðinu býr slöngutemjari
sem stendur á gifspalli. Á hverju landi er einnig kennileiti (klettur)
unnið úr jarðleir og er húsaskjól slöngutemjarans. Landsvæðum var umbreytt
eftir þörfum íbúanna - girðingum bætt við, flaggstangir reistar og tjarnir
myndaðar, einnig þurfti að huga að sérþörfum slöngubarnanna. </font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Tveir hópar 10-12 ára nemenda við
skólann nýttu sér síðan hin ævintýralegu landsvæði og þrívíðu verk og unnu
teikningar í tússi og blýöntum. <br>
 <br>
Kennarar voru Brynhildur Þorgeirsdóttir, Gerður Leifsdóttir og Margrét
H. Blöndal. Sýnendur: Ólafur Einar Ólafsson, Ásdís Ægisdóttir, Sandra Gunnarsdóttir,
Snæfríður Ingadóttir, Margrét Helga Jónsdóttir, Íva Marín Adrichem, Áslaug
Ýr Hjartardóttir og Vaka Rún Þórsdóttir</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Kennarar teiknihópana voru Þorbjörg
Þorvaldsdóttir og Hildur Bjarnadóttir.<br>
Sýnendur: Jóna Diljá Jóhannsdóttir, Gestur Hallgrímsson, Alma Hafsteinsdóttir,
Skjöldur Berg Hlynsson, Sigurbjörg Ásta Ólafsdóttir, Drífa Atladóttir,
Helena Margrét Jónsdóttir, Ragnhildur Inga Magnúsdóttir, Helga Sóley Magnúsdóttir
og Álfrún Axelsdóttir.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Verkefnið var unnið í samstarfi
við foreldradeild Blindrafélagsins og<br>
var stutt af fyrirtækjunum Kólusi og Nóa Síríusi.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman"><b>Föstudaginn 22. febrúar klukkan
12 verða kennarar á staðnum og spjalla um verkefnið.</b></font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Sýningin stendur til 9. mars 2008.</font>
<p>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>
<p>