<div align=center>
<br><a href=http://www.thjodminjasafn.is/utgafa/baekur/nr/2410><font size=5 color=#5f5f5f face="Arial"><b>Til
gagns og til fegurðar </b></font></a><font size=5 face="Times New Roman"><b><br>
</b></font><font size=4 face="Times New Roman"><b>Sjálfsmyndir í ljósmyndum
og klæðnaði á Íslandi 1860-1960</b></font></div>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Út er komin vegleg ljósmyndabók
eftir Æsu Sigurjónsdóttur listfræðing. Bókin Til gagns og til fegurðar
er gefin út í tengslum við samnefnda </font><a href="http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/nr/2335"><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>sýningu</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman">
í Myndasal Þjóðminjasafnsins. Í bókinni er varpað fram spurningum um klæðnað
og útlit Íslendinga 1860-1960 og sýnt hvernig ljósmyndir endurspegla sjálfsmynd
þjóðarinnar á hverjum tíma. </font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Hér má líka fá svar við ótal spurningum
um klæðnað og útlit, og brugðið er upp dæmum um klæðnað Íslendinga í fjölmörgum
myndum í hundrað ár. Hvernig varð þjóðbúningurinn til? Af hverju vildu
karlar ekki vera í þjóðlegum fötum? Hvenær fóru konur að ganga í buxum?
Hversu íslensk er lopapeysan?</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur
hefur rannsakað sögu ljósmyndunar og menningarlegt og félagslegt hlutverk
ljósmynda á Íslandi í fortíð og nútíð. Greinar eftir Æsu hafa birst í tímaritum,
sýningarskrám og bókum hérlendis og erlendis. Má þar nefna bækur hennar
um Sigríði Zoëga ljósmyndara (2000) og Ísland í sjónmáli um franska ljósmyndara
á Íslandi 1845-1900 (2000). Bókin Til gagns og til fegurðar byggir á rannsóknum
hennar á íslenskri búningasögu í ljósmyndum.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Bókin fæst í Safnbúð Þjóðminjasafnsins.</font>
<p>
<p><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>