<p><font size=5 face="Times New Roman"><b>Kynngimagnað kvöld í Þjóðminjasafni
Íslands<br>
</b></font><font size=4 face="Times New Roman">Opið hús á Safnanótt 8.
febrúar klukkan 19-01</font>
<p><font size=2 face="Times New Roman">Kynngimagnað andrúmsloft verður
ríkjandi á Safnanótt 8. febrúar í Þjóðminjasafni Íslands. Opið hús verður
frá klukkan 19 til 01 um nótt og ekkert kostar inn. </font><font size=3 face="Times New Roman">Á
</font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/media/fraedsla/Dagskra_Safnanatur_i_Tjodminjasafni_2008.pdf><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>dagskrá</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman">
er </font><font size=2 face="Times New Roman">bæði hryllingur og dulúð,
- en einnig ýmislegt fagurt. <b>Draugar og afturgöngu</b>r verða á ferli
og opnaðar verða ljósmyndasýningar. Rannsóknir <b>Æsu Sigurjónsdóttur</b>
listfræðings eru kynntar á sýningunni </font><a href="http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/nr/2335"><font size=2 color=blue face="Times New Roman"><u>Til
gagns og til fegurðar - sjálfsmyndir í ljósmyndum og klæðnaði á Íslandi
1860-1960</u></font></a><font size=2 face="Times New Roman"> og myndir <b>Veru
Pálsdóttur</b> má sjá á sýningunni </font><a href="http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/nr/2399"><font size=2 color=blue face="Times New Roman"><u>Tvö-þúsund-og-átta</u></font></a><font size=2 face="Times New Roman">.</font>
<p><font size=2 face="Times New Roman">Draugarnir ærslast og hátt lætur
í hinni hrekkjóttu og þjóðlegu <b>Skottu</b> sem segir börnunum skemmtilegar
sögur af draugum og vættum klukkan 19:30 <b>og</b> 20:30. <b>Atli Rafn
Sigurðarson </b>leikari<b> </b>verður á annarri hæð klukkan 21, 22 <b>og</b>
23 og segir hrollvekjandi draugasögur. Hann fræðir einnig gesti um mismunandi
tegundir drauga, hvernig má vekja þá upp og fæla frá.... ekki veitir af!
Þá verður Guðmundur Ólafsson fagstjóri fornleifa á staðnum frá klukkan
19 <b>til</b> 20:30 og segir gestum frá kumlum og beinum á grunnsýningu
Þjóðminjasafnsins.</font>
<p><font size=2 face="Times New Roman">Börn og fullorðnir geta farið í
æsispennandi ratleiki um safnið: <u>Hvar eru beinin?</u> og <u>Hvar eru
vættirnar</u>? og <u>skjámyndasýning</u> með háskalegum fróðleik um drauga
verður sýnd allt kvöldið á þriðju hæð. Efnt verður til <u>samkeppni í draugateikningum</u>
og í boði eru vinningar. <u>Skotta og Móri</u> skjótast þusandi og þrefandi
fram og aftur meðal gesta og svo er spurning hvort draugar séu líka í Safnbúðinni
og veitingastofunni Kaffitári.</font>
<p><font size=2 face="Times New Roman">Dularfullar verur af ýmsu tagi verða
á sveimi á þessu kynngimagnaða kvöldi í Þjóðminjasafni Íslands. Spennan
magnast og nær hámarki á miðnætti en áður en allt fer úr böndunum er ætlunin
að kveða myrkraverurnar niður með liðveislu ljóssins.</font>
<p><font size=4 face="Times New Roman">Sýningaopnanir klukkan 20:<br>
</font><font size=2 face="Times New Roman">Tvær nýjar ljósmyndasýningar
verða opnaðar klukkan 20 á hinni mögnuðu safnanótt Þjóðminjasafnsins. Í
Myndasalnum verður opnuð sýningin </font><a href="http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/nr/2335"><font size=2 color=blue face="Times New Roman"><u>Til
gagns og til fegurðar - sjálfsmyndir í ljósmyndum og klæðnaði á Íslandi
1860-1960</u></font></a><font size=2 face="Times New Roman">.<b> </b>Æsa
Sigurjónsdóttir listfræðingur er sýningarhöfundur og kynnir rannsóknir
sínar á útliti og klæðaburði Íslendinga í ljósmyndum þessa tímabils, bæði
á sýningunni og í samnefndri bók sem kemur út við þetta tilefni. Samtímis
verður sýningin </font><a href="http://www.thjodminjasafn.is/syningar/sersyningar/syningar-i-gangi/nr/2399"><font size=2 color=blue face="Times New Roman"><u>Tvö-þúsund-og-átta</u></font></a><font size=2 face="Times New Roman">
opnuð á Veggnum með ljósmyndum Veru Pálsdóttur af fatatísku nútímans og
fríkuðum fastagestum á skemmtistaðnum Sirkus. Sýningarnar standa til 4.
maí.</font>
<p><font size=2 face="Times New Roman">Safnanótt er haldin í tengslum við
Vetrarhátíð í Reykjavík. Þá er opið og ókeypis inn á öll söfn í borginni
fram yfir miðnætti (19-01) og sérstök safnarúta gengur milli safnanna allt
kvöldið.</font>
<p>
<p><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>
<br>
<p>