<div align=center>
<br><a href="http://www.thjodminjasafn.is/fyrir-gesti/a-dofinni/nr/2372"><font size=5 color=#5f5f5f face="Arial"><b>Minningarmörk
og ljósmyndir </b></font></a>
<br><font size=3 face="Times New Roman"><b>Þrír áhugaverðir fyrirlestrar
í Þjóðminjasafni Íslands 5. og 6. desember</b></font></div>
<br>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Þrír áhugaverðir fyrirlestrar eru
í boði í Þjóðminjasafninu 5. og 6. desember. Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags
verður haldinn 5. desember klukkan 16 í fyrirlestrarsalnum. Að loknum aðalfundarstörfum
mun <b>Gunnar Bollason</b> sagnfræðingur og verkefnisstjóri hjá </font><a href=http://www.fornleifavernd.is><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>Fornleifavernd
ríkisins</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman"> flytja fyrirlestur
um <b>eldri minningarmörk, legsteina og steinsmíði á Íslandi</b>.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Hið íslenzka fornleifafélag sem
stofnað var 1879 er áhugafélag um fornleifar og aðrar menningarminjar og
gefur út Árbók hins íslenzka fornleifafélags.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Þann 6. desember klukkan 14:30,
á afmælisdegi dr. Kristjáns Eldjárns fyrrum þjóðminjavarðar, verða svo
þær <b>Æsa Sigurjónsdóttir</b> listfræðingur og <b>Sigrún Sigurðardóttir</b>
sagnfræðingur og menningarfræðingur með málstofu þar sem þær kynna rannsóknarverkefni
sín en báðar vinna við ljósmyndarannsóknir í rannsóknarstöðu Kristjáns
Eldjárns.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Fyrirlestur Æsu heitir <b>Myndir
úr köldu stríði</b> og fjallar um rannsóknir hennar á ljósmyndum kalda
stríðsins og myndir Werners Bischof frá Íslandi sem nýlega komu í leitirnar.
Myndirnar eru hluti af umfangsmiklu verkefni sem var skipulagt af ECA stofnuninni
í París til að kynna Marshall aðstoðina í Evrópu.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Fyrirlestur Sigrúnar heitir <b>Afturgöngur</b>
og ræðir hún um heimildagildi ljósmynda, sannleika, blekkingu og félagslegt
raunsæi í ljósmyndum, einkum af börnum og unglingum við vinnu á sjó. Sigrún
segir: ,,Ljósmyndin er heimild um atburð sem átti sér stað á ákveðnum tíma,
en um leið og hún gerir kröfu um að segja sannleikann um þennan atburð
verðum við að draga vitnisburð hennar í efa. [...] Hún er eins og vofa
eða afturganga, hvorki raunveruleg né óraunveruleg, en um leið er hún hvort
tveggja.“</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Allir eru velkomnir og ekkert kostar
inn.</font>
<p>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>
<br>