<div align=center>
<br><font size=5 face="Times New Roman">Þjóðminjavörður segir gestum frá
sýningunni Undrabörn</font>
<br><font size=4 face="Times New Roman">í Þjóðminjasafninu sunnudaginn
2. desember klukkan 15</font></div>
<br>
<br><font size=3 face="Times New Roman">Í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands
stendur yfir sýningin <b><i>Undrabörn</i>ásamt heimildakvikmyndinni <i>Alexande</i></b>.
Myndirnar tók hinn heimsþekkti bandaríski ljósmyndari </font><a href=http://www.maryellenmark.com/><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>Mary
Ellen Mark</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman"> af fötluðum
nemendum í Öskjuhlíðarskóla, Safamýrarskóla og Lyngási. Næstkomandi sunnudag,
2. desember klukkan 15, verður Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður
á staðnum og segir gestum frá verkefninu. </font>
<br>
<br><font size=3 face="Times New Roman">Mary Ellen er &nbsp;þekkt fyrir
myndir þar sem horfst er í augu við raunveruleikann og hefur myndað heimilislaus
ungmenni í Seattle, starf líknarstofnunar móður Teresu í Kolkata og vændishús
í Mumbai svo fátt eitt sé nefnt. Þegar hún kom til Íslands árið 2006 heillaðist
hún mjög af því starfi sem unnið er með fötluðum börnum á Íslandi .</font>
<br>
<br><font size=3 face="Times New Roman">Í kjölfarið leitaði Þjóðminjasafn
Íslands eftir samstarfi við Mary Ellen Mark um að ljósmynda líf fatlaðra
barna á Íslandi. Verkefnið hlaut meðal annars styrk úr Menningarsjóði Glitnis.
Afraksturinn er sýningin Undrabörn og samnefnd sýningarbók með ljósmyndunum.
Einnig eru til sýnis myndverk undrabarnanna sjálfra og ljósmyndir Ívars
Brynjólfssonar af umhverfi þeirra. Auk þess er heimildamyndin <i>Alexander
</i>eftir hinn kunna kvikmyndagerðarmann Martin Bell sýnd daglega í fyrirlestrarsal
Þjóðminjasafnsins frá klukkan 13 til 17. Myndin fjallar um líf Alexanders
Viðars Pálssonar, nemanda í Öskjuhlíðarskóla. Milli ljósmynda Mary Ellen
Mark og kvikmyndar Martin Bell er mikilvægt samspil sem dýpkað getur upplifunina
af sýningunni í heild og gestir sýningarinnar ættu því að horfa á kvikmyndina
líka. </font>
<br>
<br><font size=3 face="Times New Roman">Þjóðminjavörður gjörþekkir myndir
Mary Ellen Mark og er áhugavert að hlusta á hana segja frá sýningunni.
Hún mun segja frá verkefninu, sýna kvikmyndina Alexander (40 mín) og að
lokum ganga með gestum um ljósmyndasýninguna. Á sunnudaginn kemur kl. 15-16
gefst einstakt tækifæri til að fá leiðsögn hjá þjóðminjaverði og er fólk
hvatt til að fjölmenna.</font>
<br>
<br>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>