<br><font size=2 face="Arial"><b>Fundur í Þjóðminjasafni Íslands með Pelle
Sandstrak og Tourette-samtökunum um Tourette heilkennið</b></font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua"><b>Föstudaginn 14. september klukkan
15</b> standa </font><a href=http://www.tourette.is/><font size=2 color=#a11f12 face="Book Antiqua"><b><u>Tourette-samtökin
á Íslandi</u></b></font></a><font size=2 face="Book Antiqua"> fyrir fundi
um Tourette heilkennið í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins með norska leikaranum
og leikskáldinu </font><a href=http://pellesandstrak.com/sv/><font size=2 color=#a11f12 face="Book Antiqua"><b><u>Pelle
Sandstrak</u></b></font></a><font size=2 face="Book Antiqua">. Hann hefur
ferðast víða um Norðurlönd og Norður-Ameríku með sýninguna &quot;Mr. Tourette
and I&quot; og er nú væntanlegur til&nbsp;Íslands. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Pelle&nbsp;kynnir þær sýningar og
fyrirlestra sem&nbsp;hann getur boðið upp á síðar í vetur eða næsta vor
ef áhugi&nbsp;er fyrir því.&nbsp;Síðan mun Margrét Hallgrímsdóttir Þjóðminjavörður
ganga með gestum um nýopnaða sýningu Þjóðminjasafnsins, </font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/forsida/forsidudalkar/nr/2233><font size=2 color=#a11f12 face="Book Antiqua"><b><u>Undrabörn</u></b></font></a><font size=2 face="Book Antiqua">,&nbsp;sem
fjallar um fötluð börn í þeirra daglega umhverfi. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Tourette-samtökin á Íslandi hafa um
nokkurn tíma haft hug á því að fá Pelle Sandstrak til Íslands til að halda
fyrirlestur og sýningu um Tourette heilkennið. Á fundinum í Þjóðminjasafninu
mun Pelle ræða um reynslu sína af því að halda fyrirlestra og sýningar
fyrir ýmiss konar fagfólk. Framkvæmdaaðilar sýninganna og fyrirlestranna
eru yfirleitt kennarasambönd, sérkennarasambönd, þroskaþjálfar, endurmenntunarstofnanir,
skólar og aðrir slíkir aðilar. Sýningarnar standa yfirleitt yfir í tvo
til&nbsp;fjóra klukkutíma og tilgangurinn er að auka skilning fagaðila
á Tourette heilkenninu í því markmiði að koma betur til móts við börn sem
bera þetta sérstaka heilkenni.&nbsp;<br>
<br>
Við síðara tækifæri, eða nokkru eftir fund þennan, munu svo Tourette-samtökin
bjóða þeim sem viðstaddir voru fundinn að tjá sig um þann möguleika að
fá Pelle Sandstrak til að koma til Íslands á næsta ári og halda ýmist&nbsp;tveggja
eða&nbsp;fjögurra klukkustunda fyrirlestur/sýningu, þar sem mun fleiri
aðilum á sviði kennslu, sérkennslu og þroskaþjálfunar yrði boðin þátttaka.<br>
&nbsp;<b><br>
Dagskrá fundarins með Pelle 14. september 2007 í Þjóðminjasafni:</b><br>
15:00&nbsp;&nbsp; Pelle Sandstrak heldur stuttan fyrirlestur um reynslu
sína af sýningum/fyrirlestrum um Tourette heilkennið.<br>
16:00&nbsp;&nbsp; Þjóðminjavörður gengur með fundargestum um nýopnaða sýningu
safnsins, Undrabörn.<br>
16:30&nbsp;&nbsp; Kaffi í boði Tourette-samtakanna og fundarslit.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Enginn kostnaður er í sambandi við
þennan fund en þeir sem hafa hug á að mæta eru beðnir að láta vita með
því að senda tölvupóst á tourette@tourette.is eða hringja í <b>840 2210</b>.
Þeir sem fá þennan tölvupóst eru velkomnir að bjóða með sér einum eða tveim
öðrum á sínum vinnustað, ef viðtakandi telur að þeir gætu haft erindi og
hug á að mæta á fundinn.</font>
<p><font size=3>Sjá nánar um Pelle Sandstrak </font><a href=http://pellesandstrak.com/sv/_><font size=3 color=blue><u>http://pellesandstrak.com/sv/<br>
</u></font></a><font size=3>Sjá nánar um heilkennið og Tourette samtökin
á Íslandi á vefslóðinni &nbsp;</font><a href=http://www.tourette.is/_><font size=3 color=blue><u>www.tourette.is</u></font></a><font size=3>
&nbsp; </font>
<p>
<p>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>