<br><font size=4 face="Arial"><b>Undrabörn - myndverk undrabarnanna sjálfra</b></font>
<br><font size=2 face="Arial"><b>Nemendur Öskjuhlíðarskóla og Safamýrarskóla
sýna með Mary Ellen Mark</b></font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Á sýningunni Undrabörn má líka sjá
myndverk eftir undrabörnin sjálf, fyrrverandi og núverandi nemendur Öskjuhlíðarskóla
og Safamýrarskóla. Í báðum skólum er lögð mikil áhersla á að örva börnin
með markvissri handavinnu, meðal annars í myndlist. Þau skapa myndverk
úr fjölbreytilegum efnum og fá allan þann stuðning sem þau þurfa. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Nemendur vinna verkin sjálf og sköpunarferlið
getur tekið langan tíma. Þau glíma við ýmis konar fötlun og hafa mismunandi
getu. Verk þeirra allra bera þó vott um áhuga og natni. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Frjóir og þolinmóðir kennarar og aðstandendur
hafa fundið leiðir, efni og aðferðir sem hæfa áhugasviði hvers og eins
nemanda. Í verkunum birtast ólíkir persónuleikar listamanna sem ekki eru
uppteknir af því að vera eins og "hinir". Í sköpun sinni eru
börnin frjáls og sérstök og fá að njóta sín á eigin forsendum.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Ingibjörg Jóhannsdóttir, skólastjóri
Myndlistarskólans í Reykjavík, valdi verkin á sýninguna.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Sýningin Undrabörn í Þjóðminjasafni
Íslands er tileinkuð lífi og starfi fatlaðra barna á Íslandi. Hinn virti
bandaríski ljósmyndari </font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/forsida/forsidudalkar/nr/2233><font size=2 color=#a11f12 face="Book Antiqua"><b><u>Mary
Ellen Mark</u></b></font></a><font size=2 face="Book Antiqua"> tók myndir
af börnunum sjálfum, kvikmyndagerðarmaðurinn þekkti Martin Bell gerði heimildamyndina
Alexander um eitt af börnunum í Öskjuhlíðarskóla og íslenski ljósmyndarinn
</font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/forsida/forsidudalkar/nr/2234><font size=2 color=#a11f12 face="Book Antiqua"><b><u>Ívar
Brynjólfsson</u></b></font></a><font size=2 face="Book Antiqua"> myndaði
sérstaklega umhverfi barnanna.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Sýningin Undrabörn stendur frá 9.
september 2007 til 27. janúar 2008.</font>
<br>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>