<br><font size=4 face="Arial"><b>Þjóðminjasafnið auglýsir laust starf sviðstjóra
rannsókna- og varðveislusviðs</b></font><font size=3> <br>
</font><font size=2 face="Book Antiqua"><br>
Þjóðminjasafn Íslands er vísinda- og þjónustustofnun og höfuðsafn á sviði
þjóðminjavörslu og rannsókna á menningarsögulegum minjum í landinu. Hlutverk
þess er að auka og miðla þekkingu á menningararfi íslensku þjóðarinnar.
Þjóðminjasafn Íslands starfar á grundvelli safnalaga nr. 106/2001, þjóðminjalaga
nr. 107/2001 og reglugerðar nr. 896/2006.</font><font size=3> <br>
</font><font size=3 color=blue><u><br>
</u></font><a href="http://www.thjodminjasafn.is/media/starfsfolk/Auglysing_stodu_svidstjora_rannsokna-_og_vardveislusvids.pdf"><font size=2 color=#a11f12 face="Book Antiqua"><b><u>Þjóðminjasafn
Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sviðstjóra rannsókna- og varðveislusviðs.</u></b></font></a><font size=3>
</font><font size=2 face="Book Antiqua"><br>
Helstu verkefni sviðsins eru að safna, skrásetja, forverja, varðveita og
rannsaka minjar, svo sem forngripi, kirkjugripi, listmuni, nytjahluti,
sögulegar byggingar, myndir, hljóðritanir og skráðar heimildir um þjóðhætti.
Bóka- og heimildasafn stofnunarinnar heyrir undir sviðið.</font><font size=3>
<br>
</font><font size=2 face="Book Antiqua"><b><br>
Ábyrgð og verksvið:</b><br>
Fagleg ábyrgð á starfsemi sviðs og dagleg verkstjórn. Mótun rannsóknar-
og varðveislustefnu. Ábyrgð á að áherslur og forgangsröðun verkefna samrýmist
stefnu Þjóðminjasafns Íslands og fjárhagsramma sviðs. Samskipti við ráðuneyti,
stofnanir, rannsóknarsjóði og samstarfsaðila.</font><font size=3> <br>
</font><font size=2 face="Book Antiqua"><b><br>
Menntunar- og hæfniskröfur:</b><br>
M.A. próf á sviði menningarsögu og/eða skyldum greinum áskilið, doktorspróf
æskilegt.<br>
Reynsla af rannsóknum, rannsóknasamstarfi og öflun innlendra og erlendra
styrkja.<br>
Stjórnunarreynsla og færni í mannlegum samskiptum.<br>
Frumkvæði og sjálfstæði í starfi og öguð vinnubrögð.<br>
Reynsla af safnastarfi, minjavörslu og útgáfustarfi æskileg.<br>
Færni í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli, jafnt töluðu sem rituðu
máli.</font><font size=3> <br>
</font><font size=2 face="Book Antiqua"><br>
Um er að ræða fullt starf og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf
sem fyrst. Við ráðningar í störf er tekið mið að jafnréttisáætlun stofnunarinnar.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra.</font><font size=3>
<br>
</font><font size=2 face="Book Antiqua"><br>
Umsókn með ferilskrá sendist Þjóðminjasafni Íslands, Suðurgötu 43, 101
Reykjavík eigi síðar en 4. júní 2007. Upplýsingar veitir Margrét Hallgrímsdóttir
þjóðminjavörður (margret@thjodminjasafn.is) í síma 530-2200.</font><font size=3>
<br>
</font><font size=2 face="Book Antiqua"><b><br>
Starfsmaður taki þátt í því að Þjóðminjasafn Íslands nái markmiðum sínum
sem vísinda- og þjónustustofnun. Starfsmaður leggi áherslu á góða þjónustu
og ráðgjöf, fagleg og ábyrg vinnubrögð og jákvætt skapandi andrúmsloft
á vinnustað.</b></font><font size=3> </font>