<div align=center>
<br><font size=4 face="Book Antiqua">Gróska í fornleifarannsóknum á Íslandi</font></div>
<br>
<br><font size=3>Félag íslenskra fornleifafræðinga og Fornleifafræðingafélag
Íslands halda </font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/adofinni><font size=3 color=#a11f12><b><u>ráðstefnu</u></b></font></a><font size=3>
um fornleifarannsóknir í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands laugardaginn
28. apríl klukkan 13-17 í fyrirlestrasal safnsins. <br>
<br>
Tæpast hefur farið fram hjá nokkrum manni að óvenjumikið hefur verið um
fornleifauppgrefti um allt land á síðastliðnum árum. Er það helst Kristnihátíðarsjóði
að þakka en sjóðurinn var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár voru
liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn á Íslandi. Auk þeirra fornleifarannsókna
sem hlutu styrki úr Kristnihátíðarsjóði hefur verið ráðist í fjölmargar
aðrar rannsóknir, stórar og smáar, sem eru allrar athygli verðar og ekki
síður mikilvægar fyrir fræðin. </font>
<br><font size=3> </font>
<br><font size=3>Á ráðstefnunni verður að þessu sinni einungis fjallað
um þær rannsóknir, sumar hverjar á óvæntum minjastöðum, aðrar til komnar
vegna framkvæmda. Sem dæmi má nefna rannsókn á kumli í Hringsdal, á minjum
sem hurfu í lónið við Kárahnjúkavirkjun og persónurannsókn á 17.aldar
kotbónda. Að öðru leyti vísast til dagskrárinnar. </font>
<br><font size=3> </font>
<br><font size=3>Fornleifarannsóknum er ætlað að varpa ljósi á menningararfinn
og merka sögustaði. Á ráðstefnunni verður fjallað um fornleifarannsóknirnar
í stuttu máli en henni er öðrum þræði ætlað að efla samstarf þeirra sem
að fornleifarannsóknum standa. </font>
<br><font size=3> </font>
<br><font size=3>Kristnihátíðarsjóður hefur lokið störfum en hann hefur
verið mikilvæg hvatning fyrir fræðigreinina. Ýmsir aðrir aðilar hafa sömuleiðis
veitt verkefnum á sviði fornleifafræði styrk með ýmsu móti á liðnum árum,
s.s. Fornleifasjóður, sveitarfélög, byggðasöfn og Rannís auk þess sem framkvæmdaraðilar
hafa á stundum kostað þau. </font><font size=2 face="Book Antiqua"><br>
</font><font size=3> <br>
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. </font><font size=2 face="Book Antiqua"><br>
</font>
<br><font size=2 face="Book Antiqua"><b>Dagskrá</b> </font>
<br>
<br><font size=2>13:00 – 13:15 Tvær rústir á Hálsi við Kárahnjúka. Rannsókn
vegna virkjanaframkvæmda á hálendinu norðan Vatnajökuls Garðar Guðmundsson.</font>
<br>
<br><font size=2>13:15 – 13:30 Kot í Rangárþingi ytra. Könnunarskurðir
í rústir sem hafa verið að koma í ljós vegna uppblásturs. Margrét Hrönn
Hallmundardóttir<br>
<br>
13:30 – 13:45 Útskálar í Sveitarfélaginu Garði. Könnunarskurðir vegna
framkvæmda í þúst norðan við bæjarhól Útskála. Guðrún Alda Gísladóttir<br>
<br>
13:45 – 14:00 Litlu Núpar í landi Laxamýri í Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu.
Könnunarskurðir í garðlög, tóft og möguleg kuml.
Howell M. Roberts.<br>
<br>
14:00 – 14:15 Búðarárbakki í Hrunamannahreppi. Rannsókn á 17. aldar býli.<br>
Kristján Mímisson<br>
<br>
14:30 – 14:45 Hafnarstræti, tónlistar og ráðstefnuhús í Reykjavík.
Rannsókn vegna framkvæmda.<br>
Oscar Aldred<br>
<br>
15:00 – 15:30 kaffi<br>
<br>
15:30 – 15:45 Hof í Vopnafirði. Rannsókn vegna framkvæmda,
á tóft innan kirkjugarðs. Steinunn Kristjánsdóttir<br>
<br>
15:45 – 16:00 Vatnsfjörður við Ísafjarðardjúp. Rannsókn á bæjarstæði.
Guðrún Alda Gísladóttir<br>
<br>
16:00 – 16:15 Þórutóftir á Laugafellsöræfum. Tilgangur rannsókna er að
koma með kenningu um aldur og hlutverk Þórutófta. Sandmúli, Bálsbrekka
og Helgastaðir á Krókdal. Uppmæling á rústum og könnunarskurðir. Orri Vésteinsson<br>
<br>
16:30 – 17:00 Rannsókn á kumlum og mannvirkjum í Hringsdal við Arnarfjörð.<br>
Adolf Friðriksson.</font>
<br>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>