<FONT face="Default Sans Serif,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif" size=2><P style="MARGIN: 0px"><FONT size=4>Sporlaust. Leiðsögn Katrínar Elvarsdóttur um sýningu sína í Þjóðminjasafni Íslands sunnudaginn 22. apríl klukkan 15 </FONT></P><P><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3>Sunnudaginn 22. apríl klukkan 15 verður </FONT><A href="http://www.katrinelvarsdottir.com/" target=blank><U><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" color=#0000ff size=3>Katrín Elvarsdóttir </FONT></U></A><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3>&nbsp;ljósmyndari með leiðsögn um sýningu sína </FONT><A href="http://www.thjodminjasafn.is/forsida/forsidudalkar/nr/770" target=blank><U><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" color=#0000ff size=3>Sporlaust </FONT></U></A><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3>&nbsp;sem nú stendur yfir á Veggnum í Þjóðminjasafni Íslands. Til sýnis eru dulúðugar ljósmyndir sem segja sögu. </FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3>"Hugmyndin kom frá málverki sem ég var með í herberginu mínu þegar ég var lítil en það var málverk af Hans og Grétu að ganga eftir skógarstíg," segir Katrín. Það verður vafalaust gaman að hlusta á hana á sunnudaginn. Á sýningunni setur hún á svið svolitla sögu þar sem nokkrum börnum sem virðast ein á ferð úti í skógi er fylgt eftir. Hún myndar því ekki raunveruleikann í þeim skilningi að hún sé að taka myndir af einhverju fyrirbæri. Börnin eru vissulega af holdi og blóði og sagan er sviðsett úti í náttúrunni innan um raunveruleg &nbsp;tré og skógarstíga en ekki er þó verið að myndskreyta sögu eða setja á svið "lifandi myndir" (fr. tableau vivant) heldur setur Katrín sig í hlutverk kvikmyndaleikstjóra og býr til einkaheim eða handanveröld. </FONT><P><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3>Æsa Sigurjónsdóttir hefur þetta að segja um sýninguna: ,,Katrín hafnar viðteknum skilningi á ljósmyndinni sem tæki til að skrá og rannsaka raunveruleikann, hún hafnar þeirri útbreiddu skoðun að ljósmynd sýni &#8220;það sem hafi verið,&#8221; að hún sé spegill, spor í sandi eða skuggi í snertingu við tímann. Með titlinum Sporlaust afhjúpar Katrín skilning sinn og notkun á ljósmyndinni sem myndsköpunaraðferð og tjáningarleið. Myndir hennar eru hugrænar, þær eru cosa mentale, skáldskapur, staður þar sem sögur verða til, svo vísað sé til orða bandaríska listgagnrýnandans Clément Greenberg sem sannspár taldi ljósmyndina hafa náð valdi á þeim frásagnarheimi sem málaralistin hefði yfirgefið.&#8220; </FONT><P><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3>Katrín lærði ljósmyndun í Boston í Bandaríkjunum og hefur sýnt verk sín bæði austan hafs og vestan. Myndirnar á sýningunni eru teknar sumarið 2006 á Ítalíu á frumstæða Holgu plastmyndavél og prentaðar með Giclee tækni. </FONT><P style="MARGIN: 0px"><BR></P><P><P><FONT size=2>Bestu kveðjur / Best regards </FONT><BR><I><FONT size=2>Rúna K. Tetzschner </FONT></I><BR><FONT size=2>kynningarstjóri / Public Relation Manager </FONT><BR><FONT face="Monotype Corsiva" size=4>Þjóðminjasafn Íslands / National Museum of Iceland </FONT><BR><FONT size=2>Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík </FONT><BR><FONT size=2>fars. </FONT><B><FONT size=2>824-2039 </FONT></B><FONT size=2>, s. 530-2222 eða 5302248 </FONT><BR><FONT size=2>netf. runa@thjodminjasafn.is </FONT><BR><FONT size=2>veff. </FONT><FONT color=#800080 size=2><A href="http://www.thjodminjasafn.is/" target=blank>http://www.thjodminjasafn.is </A></FONT></P></FONT>