<div align=center>
<br><font size=4 color=#800000 face="Book Antiqua">Bekkir, kistur og sæti
í Þjóðminjasafni</font>
<br><font size=4 color=#800000 face="Book Antiqua"><i>Snikkaraverk fyrri
alda</i></font>
<br><font size=2 color=#800000 face="Book Antiqua"><b>Arndís S. Árnadóttir
listsagnfræðingur eys úr viskubrunnum í Þjóðminjasafni Íslands 10. apríl
klukkan 12:10</b></font>
<br></div>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Í næstu hádegisleiðsögn sérfræðinga
í Þjóðminjasafninu verður þrædd slóð timbursmíða og handverks um grunnsýninguna
og lesið í nokkra nytjahluti á biskupstólum, höfðingjasetrum og í lágreistum
húsakosti þorra fólks á Íslandi. Allt frá landnámsöld var það hið veglegasta
starf að vera smiður og að smíða, skapa og gera merkti oft hið sama. Þrátt
fyrir að hér hafi lengst af ekki verið lærðir handverksmenn á sama hátt
og í öðrum löndum, var víða um land listfengt fólk sem smíðaði nytjahluti
úr járni, kopar, silfri, beini, horni og tré. „Þeir smíða alls konar búsgögn,
sem vel eru nothæf, þótt eigi séu þau jafnsnoturlega gerð og af lærðum
handverksmönnum“ segir í <i>Ferðabók Eggerts og Bjarna </i>frá 18. öld.
Í lausum húsmunum eins og kistum, bekkjum og sætum sem varðveitt eru í
Þjóðminjasafninu birtast ýmis fagurfræðileg einkenni sem gefa til kynna
tengsl við útlönd og fyrirmyndir eru sóttar í tíðaranda og stíl sem ríkir
í nágrannalöndunum. Kistur skipuðu lengst af mikilvægan sess á íslenskum
heimilum en víkja smám saman í kjölfar þéttbýlismyndunar og ýmissa húsabóta
fyrir fjölbreyttari gerðum húsgagna. </font>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua">Arndís S. Árnadóttir er listsagnfræðingur
og starfar á miðlunarsviði Þjóðminjasafns Íslands en stundar jafnframt
doktorsnám í sagnfræði þar sem rannsóknarefni hennar tengist sögu húsgagna
og híbýlahátta á Íslandi allt frá iðnbyltingu til samtímans.</font>
<br>
<br>
<br><font size=2 face="Book Antiqua"><b>Opnunartími Þjóðminjasafnsins um
páska:<br>
</b>Skírdagur: Opið 11-17<br>
Föstudagurinn langi: LOKAÐ<br>
Laugardagur á undan Páskadegi: Opið 11-17<br>
Páskadagur: LOKAÐ<br>
Annar í Páskum (mánudagur): LOKAÐ</font>
<br>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relations Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>