<!DOCTYPE HTML PUBLIC "-//W3C//DTD HTML 4.0 Transitional//EN">
<HTML><HEAD>
<META http-equiv=Content-Type content="text/html; charset=iso-8859-1">
<META content="MSHTML 6.00.6000.16414" name=GENERATOR></HEAD>
<BODY>
<DIV><FONT face=Arial color=#0000ff size=2></FONT>&nbsp;</DIV>
<DIV class=OutlookMessageHeader lang=en-us dir=ltr align=left><FONT face=Arial 
size=4><B>Þjóðfræði og þakkarskuld á áttræðisþingi - fræðaöldungurinn Jón 
Hnefill Aðalsteinsson á stórafmæli!</B></FONT> <BR><BR><FONT face="Book Antiqua" 
size=2>Fjörlegt </FONT><A 
href="http://www.thjodminjasafn.is/adofinni?CacheRefresh=1"><FONT 
face="Book Antiqua" color=#a11f12 
size=2><B><U>afmælisþing</U></B></FONT></A><FONT face="Book Antiqua" size=2> 
verður haldið til heiðurs Jóni Hnefli Aðalsteinssyni áttræðum í fyrirlestrarsal 
Þjóðminjasafnsins föstudaginn 30. mars klukkan 13-18.&nbsp;<SPAN 
class=429400413-28032007><FONT face=Arial 
color=#0000ff>&nbsp;</FONT></SPAN></FONT></DIV>
<DIV><FONT face="Book Antiqua" size=2>Lærisveinar og -meyjar hans flytja 
margbreytilega fyrirlestra í framhaldi og tilefni af merkisafmælinu en Jón 
Hnefill er fæddur 29. mars árið 1927.</FONT> <BR><BR><FONT face="Book Antiqua" 
size=2>Um leið og málþinginu er ætlað að heiðra Jón Hnefil og hans mikla 
frumkvöðlastarf í þágu </FONT><A 
href="http://www.felags.hi.is/page/thjodfraedi"><FONT face="Book Antiqua" 
color=#a11f12 size=2><B><U>þjóðfræðinnar</U></B></FONT></A><FONT 
face="Book Antiqua" size=2> á Íslandi gefa fyrirlestrarnir hugmynd um þá 
fjölbreytni og grósku sem ríkir í þjóðfræðirannsóknum við upphaf 21. aldar - 
grósku sem&nbsp;sprottin er&nbsp;af fræjum sem gamli lærimeistarinn sáði.</FONT> 
<BR><BR><FONT face="Book Antiqua" size=2>Til áttræðisþingsins efna nemendur Jóns 
Hnefils Aðalsteinssonar frá ýmsum tímum með fulltingi </FONT><A 
href="http://www.felags.hi.is/"><FONT face="Book Antiqua" color=#a11f12 
size=2><B><U>Félagsvísindadeildar Háskóla Íslands</U></B></FONT></A><FONT 
face="Book Antiqua" size=2>, <A href="http://www.thjodminjasafn.is/"><FONT 
color=#800000><STRONG>Þjóðminjasafns&nbsp;Íslands 
</STRONG></FONT></A>og&nbsp;</FONT><A 
href="http://www.akademia.is/thjodfraedingar/"><FONT face="Book Antiqua" 
color=#a11f12 size=2><B><U>Félags Þjóðfræðinga á Íslandi</U></B></FONT></A><FONT 
face="Book Antiqua" size=2>.</FONT> <BR><BR><FONT face="Book Antiqua" size=2>Jón 
Hnefill Aðalsteinsson er löngu orðinn þjóðkunnur fyrir margvísleg störf sín. Auk 
brautryðjendastarfs í þjóðfræðikennslu hafa fáir lagt jafn mikið af mörkum til 
þjóðfræðirannsókna hér á landi og hann. Jón Hnefill hefur ritað fjölda bóka og 
eftir hann hafa birst margar ritgerðir í íslenskum og erlendum tímaritum. 
Áhugaefni hans eru gjarnan af trúarlegum toga: kristnitakan, norræn trú og 
goðsögur, þjóðtrú síðustu alda um álfa, tröll, afturgöngur og galdrameistara, en 
þó einnig ævintýri, spádómar, gátur og tækifæriskveðskapur og þá er fátt eitt 
nefnt.</FONT> <BR><BR><FONT face="Book Antiqua" size=2><B>Dagskrá 
afmælisþingsins:</B></FONT> <BR><FONT face="Book Antiqua"><FONT size=2>Dagskrá 
málþingsins til heiðurs Jóni Hnefli er líka fjölbreytt: Valdimar Tr. Hafstein 
setur þingið og fer með inngangsorð til heiðurs afmælisbarninu. Katla 
Kjartansdóttir flytur fyrirlesturinn&nbsp;"Fávíst barn fetar fræðimanns 
braut"&nbsp;og&nbsp;minnist þess hvernig Jóni Hnefli tókst að vekja áhuga hennar 
fyrir hinu þjóðfræðilega í tilverunni. Kristinn Schram segir "Ágætt að hafa 
svolítinn húmor"&nbsp;og rekur þræði í fari og fræðum Jóns saman við þær 
þjóðfræðilegu áherslur sem hann temur sér sjálfur í dag.<SPAN 
class=429400413-28032007><FONT face=Arial 
color=#0000ff>&nbsp;</FONT></SPAN></FONT></FONT></DIV>
<DIV><FONT face="Book Antiqua"><FONT size=2><SPAN 
class=429400413-28032007></SPAN></FONT></FONT><FONT face="Book Antiqua" 
size=2></FONT><BR><FONT face="Book Antiqua" size=2>Fyrirlesararnir hyggja að 
fortíðinni og fjallar fyrirlestur Jóns Jónssonar, "Á mörkum mennskunnar", um 
sögur af flökkurum. Síðan&nbsp;rekur&nbsp;Marteinn Helgi Sigurðsson&nbsp;skipti 
á nöfnum í&nbsp;goðakenningum eins&nbsp;og Sig-Týr, hanga-Týr og&nbsp;farma-Týr, 
og Rósa&nbsp;Þorsteinsdóttir segir frá söfnun og hljóðritunum alþýðufræða, sagna 
og kveðskapar sem fram fóru á 20. öld á vegum&nbsp;Stofnunar Árna 
Magnússonar.</FONT> <BR><FONT face="Book Antiqua" size=2>En framtíðina skal líka 
byggja og&nbsp;Rakel Pálsdóttir fjallar um jafn nútímalegt efni og keðjubréf á 
netinu,&nbsp;rekur sameiginleg einkenni&nbsp;þeirra og veltir fyrir sér hvað 
liggur baki.&nbsp;Kynnt verður rannsókn Gunnellu Þorgeirsdóttur: "Ein mynd er á 
við þúsund orð: "Fótósjoppaðar" ljósmyndir sem flökkusagnir". Loks spyr Kristín 
Einarsdóttir sígildrar&nbsp;áramótaspurningar: "Hvernig fannst þér 
skaupið?"&nbsp;Hún ræðir&nbsp;um grínefni í íslenskum fjölmiðlum með áherslu á 
Áramótaskaup sjónvarpsins og er fyrirlestur hennar sá síðasti á dagskrá 
afmælisþingsins.</FONT>&nbsp;<SPAN class=429400413-28032007><FONT face=Arial 
color=#0000ff size=2>&nbsp;</FONT></SPAN></DIV>
<DIV><SPAN class=429400413-28032007></SPAN><BR><FONT face="Book Antiqua" 
size=2>Óhætt er að fullyrða að líflegt verður á málþingi þjóðfræðinga til 
heiðurs Jóni Hnefli Aðalsteinssyni áttræðum og í lok dags verður skálað í léttum 
veitingum í Myndasal Þjóðminjasafnsins.&nbsp;</FONT> <BR><BR><FONT 
face="Book Antiqua" size=2><B>Fjölbreyttur starfsferill Jóns Hnefils 
Aðalsteinssonar:</B></FONT> <BR><FONT face="Book Antiqua" size=2>Afmælisbarnið 
sjálft þarf vart að kynna en svolítil upprifjun er við hæfi í tilefni 
merkisdagsins. Jón Hnefill er fæddur á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 29. mars 1927. 
Hann varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1948, fil.cand. í 
trúarbragðasögu, trúarsálarfræði og heimspeki frá Stokkhólmháskóla 1958, 
cand.theol. frá Háskóla Íslands 1960, fil.lic. í þjóðfræði frá Uppsalaháskóla 
1966 og lauk síðan doktorsprófi í grein sinni frá sama skóla árið 
1979.</FONT>&nbsp;<BR><FONT face="Book Antiqua"><FONT size=2><SPAN 
class=429400413-28032007><FONT face=Arial 
color=#0000ff>&nbsp;</FONT></SPAN></FONT></FONT></DIV>
<DIV><FONT face="Book Antiqua"><FONT size=2><SPAN 
class=429400413-28032007>&nbsp;</SPAN>Starfsferill Jóns Hnefils er óvenju 
fjölbreyttur. Hann gegndi embætti sóknarprests í Eskifjarðarprestakalli á 
árabilinu 1960 til 1966, kenndi jafnframt við unglingaskólann á Eskifirði 1961 
til 1964 og var skólastjóri Iðnskólans þar veturinn 1963 til 1964. Um árabil var 
hann blaðamaður á Morgunblaðinu en hóf svo kennslu við Háskóla Íslands árið 
1967, fyrsta árið sem stundakennari í guðfræðideild og síðan í heimspekideild í 
tvo áratugi. Árin 1983 til 1984&nbsp;var hann Honorary Research Fellow 
við&nbsp;University&nbsp;College í London. Jón Hnefil varð fyrstur manna dósent 
í þjóðfræði við félagsvísindadeild&nbsp;Háskóla Íslands árið 1988 og prófessor 
1992. Hann lagði grunninn að og mótaði kennslu í þessari fræðigrein hér á landi. 
Árið 1992 var hann jafnframt gerður að félaga í The Folklore Fellows, an 
International Network of Folklorist, sem stofnað var af the Finnish Academy of 
Science and Letters. Hann var svo kjörinn heiðursfélagi í Félagi þjóðfræðinga á 
Íslandi árið 1998.</FONT></FONT>&nbsp;<BR><FONT face="Book Antiqua"><FONT 
size=2><SPAN class=429400413-28032007><FONT face=Arial 
color=#0000ff>&nbsp;</FONT></SPAN></FONT></FONT></DIV>
<DIV><FONT face="Book Antiqua"><FONT size=2><SPAN 
class=429400413-28032007>&nbsp;</SPAN>Jafnhliða háskólakennslu kenndi Jón 
Hnefill við Menntaskólann við Hamrahlíð tímabilið 1969 til 1988 og hefur auk 
þess kennt við Gagnfræðaskólann við Lindargötu, Tækniskólann, Leiklistarskólann 
og Þroskaþjálfaskólann. Hann hefur alla tíð látið til sín taka í félagsmálum á 
starfssviði sínu, var formaður Þjóðfræðafélagsins, Sagnfræðingafélagsins, Félags 
menntaskólakennara&nbsp; og Hins íslenska kennarafélags. Einnig var hann um 
skeið í stjórn Nordiska Lärarrådet.</FONT></FONT>&nbsp;<BR><FONT 
face="Book Antiqua"><FONT size=2><SPAN class=429400413-28032007><FONT face=Arial 
color=#0000ff>&nbsp;</FONT></SPAN></FONT></FONT></DIV>
<DIV><FONT face="Book Antiqua"><FONT size=2><SPAN class=429400413-28032007><FONT 
size=5>
<P align=center>Dagskrá</P></FONT><FONT size=3>
<P>13.00-14.00: Þjóðfræði og þakkarskuld</P>
<P>Valdimar Tr. Hafstein: Inngangsorð</P>
<P>Katla Kjartansdóttir: Fávíst barn fetar fræðimannsins braut</P>
<P>Kristinn Schram: „Ágætt að hafa svolítinn húmor"<SPAN 
class=445305413-28032007><FONT face=Arial color=#0000ff 
size=2>&nbsp;</FONT></SPAN></P>
<P><SPAN class=445305413-28032007><FONT face=Arial color=#0000ff 
size=2></FONT></SPAN>&nbsp;</P>
<P><SPAN class=445305413-28032007>&nbsp;</SPAN><STRONG><EM>Kaffihlé – 
14.00-14.30</EM></STRONG></P>
<P><SPAN class=445305413-28032007><FONT face=Arial color=#0000ff 
size=2></FONT></SPAN>&nbsp;</P>
<P><SPAN class=445305413-28032007>&nbsp;</SPAN>14.30-15.30: Að fortíð skal 
hyggja …</P>
<BLOCKQUOTE dir=ltr style="MARGIN-RIGHT: 0px">
  <BLOCKQUOTE dir=ltr style="MARGIN-RIGHT: 0px">
    <P>Málstofustjóri: Anna Þrúður Þorkelsdóttir</P></BLOCKQUOTE></BLOCKQUOTE>
<P>Jón Jónsson: Á mörkum mennskunnar: Sögur af flökkurum</P>
<P>Marteinn Helgi Sigurðsson: Sig-Týr, hanga-Týr, farma-Týr: Skipti á nöfnum í 
goðakenningum</P>
<P>Rósa Þorsteinsdóttir: Tveir dagar á Vaðbrekku í ágúst 1964: Hljóðritanir og 
heimildamenn<SPAN class=445305413-28032007><FONT face=Arial color=#0000ff 
size=2>&nbsp;</FONT></SPAN></P>
<P><SPAN class=445305413-28032007><FONT face=Arial color=#0000ff 
size=2></FONT></SPAN>&nbsp;</P>
<P><SPAN class=445305413-28032007>&nbsp;</SPAN><STRONG><EM>Kaffihlé – 
15.30-16.00</EM></STRONG></P>
<P><SPAN class=445305413-28032007><FONT face=Arial color=#0000ff 
size=2></FONT></SPAN>&nbsp;</P>
<P><SPAN class=445305413-28032007>&nbsp;</SPAN>16.00-17.00: … er framtíð skal 
byggja</P>
<BLOCKQUOTE dir=ltr style="MARGIN-RIGHT: 0px">
  <BLOCKQUOTE dir=ltr style="MARGIN-RIGHT: 0px">
    <P>Málstofustjóri: Rúna K. Tetzschner</P></BLOCKQUOTE></BLOCKQUOTE>
<P>Rakel Pálsdóttir: Keðjubréf á Internetinu</P>
<P>Gunnella Þorgeirsdóttir: Ein mynd er á við þúsund orð: „Fótósjoppaðar" 
ljósmyndir sem flökkusagnir</P>
<P>Kristín Einarsdóttir: Hvernig fannst þér skaupið?<SPAN 
class=445305413-28032007><FONT face=Arial color=#0000ff 
size=2>&nbsp;</FONT></SPAN></P>
<P><SPAN class=445305413-28032007>&nbsp;</SPAN><STRONG><EM>Skálað í hvítvíni í 
lok dags</EM></STRONG></P></FONT></SPAN></FONT></FONT></DIV></BODY></HTML>