<table>
<tr valign=top>
<td bgcolor=white><font size=4 color=#a11f12 face="Arial"><b><u>Söfnun
þjóðhátta um skipasmíðar</u></b></font></table>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Þjóðminjasafn Íslands sendir nú
út spurningaskrá um skipasmíðar til tréskipasmiða og járnskipasmiða um
allt land. Skipasmíðar eiga nú mjög undir högg að sækja og tréskipasmíði
hefur lagst alveg niður, að frátalinni dálítilli smábátasmíði. Bygging
stálskipa er nálega engin og má heita að hún hafi öll flust úr landi. Ekki
er því seinna vænna að hefja söfnun upplýsinga um þessa merkilegu starfsgrein.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Ágúst Georgsson þjóðháttafræðingur
sem stýrir söfnuninni biður þá sem fá </font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/media/rannsoknir/Spurningaskra_um_skipasmidar.pdf><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>spurningaskrána</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman">
í hendur að taka vel á móti henni. </font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Með því að svara hjálpa menn Þjóðminjasafninu
að varðveita mikilvæga þekkingu sem annars er hætt við að færi forgörðum.
Ágúst var áður forstöðumaður Sjóminjasafns Íslands meðan það var og hét
sem deild innan Þjóðminjasafnsins og er nú fagstjóri </font><a href=http://www.thjodminjasafn.is/thjodminjar/thjodhaettir/><font size=3 color=#a11f12 face="Times New Roman"><b><u>þjóðháttasafns</u></b></font></a><font size=3 face="Times New Roman">
Þjóðminjasafnsins.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Ágúst Georgsson hefur eftirfarandi
um söfnunina að segja:</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">&quot;Skipasmíðar hafa verið stundaðar
á Íslandi frá fornu fari. Lengst af var eingöngu um smíði opinna báta að
ræða en efnið var aðallega rekaviður. Á 19. öld hófst bygging skipa með
þilfari og jókst þá jafnframt innflutningur á bátaviði. Handverkfæri voru
einu áhöld bátasmiða þar til fyrir um 100 árum. Fyrsta eiginlega skipasmíðastöð
á Íslandi var Slippfélagið í Reykjavík, stofnað 1902 og hófst þá vélvæðing
iðngreinarinnar. Stærri og minni skipasmíðastöðvar komu í kjölfarið víða
um land. Smíði stálskipa hófst 1955. Eins og kunnugt er eiga skipasmíðar
nú mjög undir högg að sækja. Tréskipasmíði hefur alveg lagst niður, að
undanskilinni dálítilli smábátasmíði, og bygging stálskipa er nálega engin
og má heita að hún hafi öll flutst úr landi.&quot;</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Í spurningaskránni er fólk beðið
um að segja frá sinni eigin reynslu á þessum vettvangi. Ennfremur er stefnt
að viðtölum við ákveðinn fjölda skipasmiða með bestu hljómgæðum til að
varðveita upptökurnar.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Styrkur fékkst til að gera viðtalsþáttinn
frá </font><a href=http://www.akkur.is/><font size=3 color=blue face="Times New Roman"><u>Akki,
Styrktar- og menningarsjóði vélstjóra og vélfræðinga</u></font></a><font size=3 face="Times New Roman">.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Þjóðminjasafnið hefur frá því um
1960 safnað heimildum um þjóðhætti með spurningaskrám Meðal annars hefur
verið aflað upplýsinga um lifnaðarhætti í þéttbýli, trúarlíf, sveitabúskap
og hernámsárin, svo nokkur dæmi séu tekin. Í síðustu spurningaskrá sem
send var út í október var spurt um fiskvinnslu og bar það góðan árangur.
Svör heimildarmanna eru varðveitt í skjalasafni Þjóðminjasafnins en hafa
einnig verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn og er aðgangur að grunninum
takmarkaður.</font>
<p><font size=3 face="Times New Roman">Nánari upplýsingar eru veittar hjá
þjóðháttasafni Þjóðminjasafns Íslands s. 530-2200.</font>
<p>
<p><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>
<p>
<p>