<br><font size=4 color=blue face="sans-serif">Hin mörgu andlit Maríu í
Þjóðminjasafninu.</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><b>Sérfræðileiðsögn Þóru Kristjánsdóttur
og táknmálsleiðsögn þriðjudaginn 12. desember klukkan 12:10. </b></font><font size=2 color=blue face="sans-serif"><b>Táknmálstúlkur
verður með leiðsögninni</b></font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Hinar fjölbreytilegu sérfræðileiðsagnir
Þjóðminjasafnsins </font><font size=2 color=blue face="sans-serif">Ausið
úr viskubrunnum</font><font size=2 face="sans-serif"> halda áfram. Þriðjudaginn
</font><font size=2 color=#800080 face="sans-serif"><b>12. desember klukkan
12:10</b></font><font size=2 face="sans-serif"> verður Þóra Kristjánsdóttir
list- og sagnfræðingur með erindi og leiðsögn sem hún kallar </font><font size=2 color=#800080 face="sans-serif"><b>Hin
mörgu andlit Maríu í Þjóðminjasafninu</b></font><font size=2 face="sans-serif">.
Þóra byrjar í fyrirlestrarsal safnsins og gengur síðan með gestum um safnið
og bæði sýnir og segir frá Maríu mey. </font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">,,Líkneskin og myndirnar af Maríu í
safninu,” segir Þóra, ,,eru eins ólíkar og þær eru margar. Þar eru málaðar
myndir, útskornar úr tré og beini, höggnar út í stein, greyptar í silfur
og aðra dýra málma og saumaðar á klæði. Maríumyndir og líkneski í eigu
Þjóðminjasafnsins eru flest frá því fyrir siðaskipti en þó eru til yngri
myndir líka, bæði eftir íslenskan prest frá upphafi 18. aldar og ýmsar
útsaumsmyndir. Íslenskar konur hafa haldið áfram að sauma Maríu út í klæði
alveg fram á þennan dag. Af öllum dýrlingum var jómfrú María, himnadrottningin
og hin syrgjandi móðir guðs, mest dýrkuð hér á landi í kaþólskum sið og
víðast annars staðar meðal kristinna manna. Líklega hafa langflestar kirkjur
á Íslandi átt Maríumyndir og sumar jafnvel margar.“</font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Þóra starfar sem sérfræðingur í kirkjulist
og listgripum fyrri alda í Þjóðminjasafni Íslands. Hún á að baki fjölþættan
starfsferil, meðal annars sem listráðunautur Kjarvalsstaða, verkefnisstjóri
listsýninga í Norræna húsinu og hefur verið virk í listvinafélagi Hallgrímskirkju.
Í fyrra kom auk þess út bók hennar </font><font size=2 color=#800080 face="sans-serif"><b><i>Mynd
á þili. Íslenskir myndlistarmenn á 16., 17. og 18. öld</i></b></font><font size=2 face="sans-serif"><b>
</b>sem er grundvallarrit um listsköpun Íslendinga frá siðaskiptum og fram
á 18. öld. </font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Hjá Þóru Kristjánsdóttur fer saman mikil
þekking og fróðleikur og hæfileiki til að miðla þeirri þekkingu sem hún
býr yfir á lifandi og auðskiljanlegan hátt. Hún segir þannig frá að unun
er á að hlusta og mun vafalaust ausa úr viskubrunni sínum fyrir þá sem
koma í leiðsögnina næstkomandi þriðjudag. </font>
<br>
<br>
<br><font size=4 color=blue face="sans-serif">Þjóðminjasafnið fær viðurkenningu
Sjálfsbjargar fyrir aðgengi fyrir alla.</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Táknmálstúlkur verður með leiðsögn Þóru
Kristjánsdóttur en Þjóðminjasafn Íslands leggur áherslu á aðgengi fyrir
alla. Á Alþjóðadegi fatlaðra sunnudaginn 3. desember síðastliðinn tóku
Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Anna Guðný Ásgeirsdóttir fjármálastjóri
safnsins við viðurkenningu til Þjóðminjasafnsins frá Sjálfsbjörgu Isf </font><font size=2 color=blue face="sans-serif">fyrir
gott aðgengi fyrir alla að nýju Þjóðminjasafni</font><font size=2 face="sans-serif">.
Þarna er um afar mikilvæga viðurkenningu að ræða sem Þjóðminjasafnið er
bæði þakklátt fyrir og stolt af. Viðurkenningin er jafnframt hvatning til
enn frekari árangurs á þessu sviði. Þjóðminjasafnið mun áfram kappkosta
að gera safnið aðgengilegt öllum landsmönnum.</font>
<br>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. <b>824-2039</b>, s. 530-2222 eða
5302248</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>