<div>
<br><font size=4 face="Arial Narrow">Fyrirlestur Hélène Magnússon um rósaleppaprjón
og íleppamynstur. </font>
<br><font size=3 face="Arial Narrow"><i>Í fyrirlestrarsalnum í Þjóðminjasafninu
16. nóv. kl. 12:10 – sýning á verkum hennar á Torginu</i></font>
<br>
<br><font size=2 face="Arial Narrow">Fimmtudaginn 16. nóv. kl. 12:10 mun
listakonan Hélène Magnússon flytja erindi um rósaleppaprjón og íleppamynstur
í fyrirlestrarsalnum í Þjóðminjasafni Íslands. Hélène mun m.a. kynna bók
sína <i>Rósaleppaprjón í nýju ljósi</i> sem nýlega kom út hjá Sölku forlagi.
Hún hefur hannað eigin prjónamynstur, íleppa og flíkur með rósaleppaprjóni.
Í fyrirlestrinum rekur hún sögu hins forna íslenska rósaleppaprjóns og
aðferðir við gerð íleppa. Rósaleppar eða íleppar eru prjónuð innlegg sem
voru notuð í sauðskinnsskó eða roðsskó til þæginda og skrauts. Segja má
að Hélène haldi til haga gamalli séríslenskri þekkingu sem nánast hefur
glatast en jafnframt gefur hún fólki hugmyndir um hvernig megi hagnýta
þessa þekkingu við nútímahönnun. Sýning stendur yfir á verkum Hélène á
Torginu í Þjóðminjasafninu og fá gestir nú gott tækifæri til að skoða hana
í tengslum við fyrirlestur listakonunnar sjálfrar. Það er ókeypis inn og
hannyrðafólk er hvatt til að fjölmenna.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Arial Narrow">Sýningin stendur til 2. des.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Arial Narrow">Hélène Magnússon er fædd í Frakklandi
árið 1969. Hún lauk meistaraprófi í lögum og starfaði um skeið sem lögmaður
í París en söðlaði um árið 1995 og flutti til Íslands þar sem hún hóf síðar
myndlistar- og hönnunarnám. Hélène útskrifaðist frá textíl- og fatahönnunardeild
Listaháskóla Íslands árið 2004 og hefur tekið þátt í nokkrum hönnunarsýningum
á Íslandi og erlendis. Hún starfar nú sjálfstætt sem hönnuður og sækir
gjarnan innblástur í gamla íslenska handmennt sem hún túlkar af mikilli
hollustu en þróar jafnframt á nýjan og ferskan hátt. </font>
<p><font size=2 face="Arial Narrow">Sjá nánar um Hélène á slóðinni </font><font size=2 color=blue face="Arial Narrow"><u>www.helenemagnusson.com</u></font>
<br>
<div>
<br>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">Suðurgötu 41 - 101 Reykjavík</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">fars. 824-2039, s. 5302248 eða 530-2222</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">eða 691-3214</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>
<br>
<br></div></div>