<br><font size=4 face="Courier New">Minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson
</font>
<br><font size=2 face="Courier New"> </font>
<br><font size=2 face="Courier New">Snorrastofa verður með hinn árlega
minningarfyrirlestur um Snorra Sturluson þriðjudaginn 26. september nk.
kl. 20.30 í Bókhlöðusal stofnunarinnar. Helgi Þorláksson, prófessor í sagnfræði
við Háskóla Íslands, mun flytja fyrirlestur sem hann nefnir “Þorkell prestur
Ólafsson í Reykholti og samtíð hans. Um atburði og heimildir 1393-1430”.
</font>
<br><font size=2 face="Courier New"> </font>
<br><font size=2 face="Courier New">Nýi annáll greinir frá árunum 1393-1430
og hefur verið nefndur 'síðasta íslenska sagnaritið á miðöldum'. Er
haft fyrir satt að hann hafi verið tekinn saman í Skálholti og hefur Jón
Egilsson, ritari Árna biskups Ólafssonar, verið nefndur sem líklegur höfundur
enda segir mikið frá Árna í annálnum. Þessi feðrun er dregin í efa og bent
á tengsl annálsins við Borgarfjörð. Í Reykholti sat presturinn Þorkell
Ólafsson sem víða er talinn hafa verið bróðir Árna. Þeir Árni voru amk.
nánir samverkamenn og er kannað hvort annállinn kunni að hafa orðið til
að tilstuðlan Þorkels eða fyrir áhrif frá honum.</font>
<br><font size=2 face="Courier New"> </font>
<br><font size=2 face="Courier New">Helgi Þorláksson er prófessor í sagnfræði
við Háskóla Íslands og fæst einkum við Íslandssögu miðalda en hefur jafnframt
samið yfirlitsrit um sögu Íslands á 16. og 17. öld. Hann hefur verið í
stjórn Reykholtsverkefnis frá upphafi þess.</font>
<br><font size=2 face="Courier New"> </font>
<br><font size=2 face="Courier New">Fyrirlestur Helga verður sem fyrr segir
fluttur þriðjudagskvöldið 26. september nk. kl. 20.30. Að loknum fyrirlestrinum
verður boðið upp á veitingar sem síðan gefst gestum tækifæri til að ræða
efni fyrirlestarins. </font>
<br><font size=2 face="Courier New"> </font>
<br><font size=2 face="Courier New">Aðgangseyrir er 500 kr. og eru allir
velkomnir!</font>
<br><font size=2 face="Arial"> </font>
<br><font size=2 face="Arial"> </font>
<br><font size=3>Bergur Þorgeirsson</font>
<br><font size=3> </font>
<br><font size=3>forstöðumaður</font>
<br><font size=3>Snorrastofu í Reykholti</font>
<br><font size=3>320 Reykholti</font>
<br><font size=3> </font>
<br><font size=3>Sími: 433 8000</font>
<br><font size=3>Farsími: 893 1492</font>
<br><font size=3>Heimasími: 435 1525</font>
<br><font size=3>Heimasíða: www.snorrastofa.is</font>
<br><font size=3> </font>
<br><font size=3 face="Times New Roman"> </font>