<br><font size=4 face="Times New Roman"><b>Forngrískar menningarminjar</b></font><font size=4 face="Times New Roman"><b>
<i>í túlkun Nelly’s</i></b></font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Þegar gengið er inn á Torgið í
Þjóðminjasafninu blasir við fallegur stemmingsheimur gríska ljósmyndarans
Nelly’s. Dulúðugar svarthvítar myndir af forngrískum menningarminjum,
fornleifum og öðrum mótífum gleðja augu gesta enda Nelly eða Elli Seraidari-Souyoultzoglou
(1899-1998) eins og hún fullu nafni hét í miklum hávegum höfð á Grikklandi.
Verk hennar eru víða sýnd og koma myndirnar í Þjóðminjasafninu frá Benaki
safninu í Aþenu. Nelly hafði djúpstæðan áhuga á forngrískri menningu og
hin helga Akrópólishæð veitti henni stöðugan innblástur. Í ljósmyndum sínum
náði hún ekki aðeins að fanga ytra útlit minja og menningarstaða heldur
einnig sjálfa sál þeirra og geometríu. Myndir hennar sýna forn minnismerki
eins og Parþenon frá óvæntu sjónarhorni og ljá áhorfendum nýja upplifun
eða skynjun. <b>Sýning stendur til 6. okt. nk. </b></font>
<br><font size=2 face="Times New Roman"><b>Upplýsingar í s. 5510700 eða
8936628</b></font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Sýning á verkum Nelly’ var áður
á Hótel Nordica og má sjá myndir á vefslóðinni: </font><font size=2 color=blue face="Times New Roman"><u>http://www.123.is/album/display.aspx?fn=MOTIVMEDIA&aid=-47904791</u></font><font size=2 face="Times New Roman">
</font>
<br>
<br><font size=4 face="Times New Roman"><b>Ísland</b> </font><font size=4 face="Times New Roman"><b><i>í
túlkun Mark Watson og Alfred Ehrhardt árið 1938</i></b></font>
<br><font size=4 face="Times New Roman">í Myndasal Þjóðminjsafns Íslands</font><font size=4 face="Times New Roman">
-</font><font size=4 face="Times New Roman">síðasta sýningarhelgi 23.-24.
sept.</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Jafnframt eru síðustu forvöð að
sjá hina merku sýningu á myndum Þjóðverjans <b>Alfreds Ehrhardt</b> og
Englendingsins <b>Marks Watson</b> í Myndasal Þjóðminjasafnins en þeirri
sýningu lýkur um helgina. Sýningin <i>Ísland</i> er helguð ólíkri sýn þessara
tveggja Evrópubúa á landið. Sumarið 1938 ferðuðust Alfred Ehrhardt og Mark
Watson um Ísland. Báðir komu til að sjá og upplifa náttúru landsins en
tilgangurinn var ólíkur. Myndir þeirra Ehrhardts og Watsons eru vitnisburður
um hvað ljósmyndin getur verið persónulegt og margrætt tjáningarform. Sýn
og túlkun tveggja einstaklinga á sama tíma þarf ekki að eiga neitt sameiginlegt
nema miðilinn. Ísland árið 1938 lifir á ólíkan hátt í myndum þessara tveggja
ljósmyndara. </font>
<br>
<br><font size=4 face="Times New Roman">Gengið gegnum aldirnar</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Auk ljósmyndasýninganna tveggja
er að venju boðið upp á leiðsagnir um helgina. Margfróðir sýningarverðir
leiða gesti um grunnsýninguna og leiða kannski gesti í allan sannleikann...!</font>
<br><font size=2 face="Times New Roman">Leiðsögn er á ensku kl. 14 alla
laugardaga en á íslensku kl. 14 alla sunnudaga.</font>
<br>
<br><font size=2 face="Times New Roman"><b>Það er nóg um vera í Þjóðminjasafni
Íslands svo nú er bara drífa sig! </b></font>
<br><font size=2 face="Times New Roman"><b>Opið alla daga nema mánudaga
11-17.</b></font>
<br>
<br><font size=2 face="sans-serif">Bestu kveðjur / Best regards</font>
<br><font size=2 face="sans-serif"><i>Rúna K. Tetzschner</i></font>
<br><font size=2 face="sans-serif">kynningarstjóri / Public Relation Manager</font>
<br><font size=4 face="Monotype Corsiva">Þjóðminjasafn Íslands / National
Museum of Iceland</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">s. 530-2222, fars. 824-2039 eða 691-3214</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">netf. runa@thjodminjasafn.is</font>
<br><font size=2 face="sans-serif">veff. http://www.thjodminjasafn.is</font>