<FONT face="Default Sans Serif,Verdana,Arial,Helvetica,sans-serif" size=2><DIV>Sæl öll, </DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>Vinsamlega leiðréttið áður uppgefna tímasetningu. </DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>Boðið verður upp á leiðsögn um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins á ensku alla daga kl. 11:00 - EKKI kl. 13:30 eins og segir í upprunalegu fréttatilkynningunni. </DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>F.h.&nbsp; Þjóðminjsafns Íslands </DIV><DIV>&nbsp;</DIV><DIV>Þorgerður Þorvaldsdóttir </DIV><DIV>vaktstjóri </DIV><DIV><BR><FONT size=2>Heil og sæl.</FONT><BR><BR><FONT size=4>Þjóðminjasafn Íslands þakkar fjölmiðlum góðar undirtektir, áhuga, eftirtekt og ýtarlega umfjöllun </FONT><BR><FONT size=4>undanfarna mánuði.</FONT><BR><BR><FONT size=2>Ég verð í burtu næstu tvo mánuði vegna annarra verkefni og sendi ykkur því yfirlit um allt það helsta á Þjóðminjasafninu, sbr. að neðan. Sérstaklega vil ég minna á leiðsögn sem boðið er upp á í sumar, á ensku alla daga kl.&nbsp;11:00 og á íslensku kl. 14:00 á sunnudögum. Allir eru velkomnir.</FONT><BR><BR><FONT size=2>Bestu kveðjur,</FONT><BR><I><FONT size=2>Rúna K. Tetzschner</FONT></I><BR><FONT size=2>kynningarfulltrúi</FONT><BR><FONT face="Monotype Corsiva" size=5>Þjóðminjasafn Íslands</FONT><BR><FONT size=2>s. 530-2209, fars. 691-3214</FONT><BR><FONT size=2>netf. runa@natmus.is</FONT><BR><FONT size=2>veff. </FONT><FONT size=2><A href="http://www.natmus.is/" target=blank>http://www.natmus.is</A></FONT><BR><BR></DIV><blockquote style="PADDING-RIGHT: 0px; PADDING-LEFT: 5px; MARGIN-LEFT: 5px; BORDER-LEFT: #000000 2px solid; MARGIN-RIGHT: 0px"><P><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=6>Þjóðminjasafn Íslands. </FONT><I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=6>Allt það helsta.</FONT></I><P><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>Eins og kunnugt er hlaut Þjóðminjasafn Íslands nýlega sérstaka viðurkenningu í samkeppni Evrópuráðs safna um safn Evrópu árið 2006. Skilyrði tilnefningar og þátttöku safns í samkeppninni er að viðkomandi safn hafi lokið umfangsmiklum breytingum eða endurskipulagningu á einhverjum þætti starfseminnar á síðastliðnum tveimur árum, eða að um sé að ræða nýtt safn, stofnað á síðastliðnum tveimur árum. Viðurkenningu Þjóðminjasafnsins má þakka vönduðum og vel heppnuðum endurbótum. Hún kemur í beinu framhaldi af opnun þess árið 2004. Samkvæmt úrskurði dómnefndar hefur Þjóðminjasafn Íslands náð framúrskarandi árangri. </FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>Þjóðminjasafnið varðveitir minjar sem veita innsýn í menningarsöguna og gefur safngestum tækifæri til að skoða fortíð, nútíð og framtíð. Á grunnsýningunni </FONT><I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Þjóð verður til ? menning og samfélag í 1200 ár</FONT></I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  > &nbsp;er menningararfurinn settur í sögulegt samhengi. Þar má sjá um tvö þúsund muni allt frá landnámstíð til nútíma. Sýningin er hugsuð sem ferðalag í gegnum tímann. Það hefst í skipi landnámsmanna sem sigldu yfir opið haf til nýrra heima og því lýkur í flughöfn nútímans, hliði Íslendinga til umheimsins. Auk margvíslegra gripa er boðið upp á margmiðlun þar sem gestir geta sett söguna í víðara samhengi gegnum snertiskjái og í sérstökum hljóðstöðvum má hlusta á frásagnir genginna Íslendinga.</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>Í tengslum við grunnsýninguna er einnig boðið upp á skemmtimenntun þar sem gestir geta reynt sig við þrautir og leiki, klæðst búningum og handleikið vopn fyrri alda. Við sæti í sýningarsölunum liggja möppur með myndrænum frásögnum um ýmis efni. Í Safnbúð Þjóðminjasafnsins ríkir nútímalegt andrúmsloft menningar og fræðslu og þar má finna skemmtilegt úrval sérframleiddra muna og handverks eftir ýmsa listamenn. Gestir geta svo fengið sér hressingu á Veitingastofu Þjóðminjasafnsins á móti safnbúðinni.</FONT><BR><BR><B><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3>Í sumar er boðið upp á leiðsögn alla daga á ensku kl. 11:00 en á sunnudögum kl. 14:00 er leiðsögn á íslensku.</FONT></B><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>Á Þjóðminjasafninu er jafnan mikið um að vera og auk grunnsýningarinnar er boðið upp á áhugaverðar sérsýningar.</FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=4  >Ísland</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3>Í gær var opnuð sýningin </FONT><I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Ísland</FONT></I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3> &nbsp;í Myndasal Þjóðminjasafnsins á 1. hæð og er helguð ólíkri sýn tveggja Evrópubúa á landið. Þjóðverjinn Alfred Ehrhardt og Englendingurinn Mark Watson ferðuðust um Ísland sumarið 1938. Báðir komu til að sjá og upplifa náttúru landsins en tilgangur þeirra var ólíkur. Watson hafði dreymt um að sjá landið frá bernsku og ljósmyndir hans eru í anda almennra ferðamynda. Eins og myndirnar vitna um var hann mjög liðtækur ljósmyndari. Watson myndar ekki bara landslagið heldur ferðalagið sjálft, torfbæi, hesta og fólkið í landinu. Ehrhardt nálgast landið á allt annan hátt. Hann lagði leið sína til Íslands gagngert til að ljósmynda form landsins og frumkrafta jarðarinnar eins og þeir endurspeglast til dæmis í hraunmyndunum og hverahrúðri. Hann var myndlistarmaður sem þegar hafði skapað sér nafn. Ljósmyndir hans eru persónuleg túlkun á umhverfinu og nærmyndir af áferð og mynstri sem í því birtist. </FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Myndir Ehrhardts og Watsons eru vitnisburður um hvað ljósmyndin getur verið persónulegt og margrætt tjáningarform. Sýn og túlkun tveggja einstaklinga á sama tíma þarf ekki að eiga neitt sameiginlegt nema miðilinn. Ísland árið 1938 lifir á ólíkan hátt í myndum þessara tveggja ljósmyndara. Sýningin stendur til 24. september.</FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=4  >Huldukonur í íslenskri myndlist</FONT><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3> &nbsp;</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Sýningin </FONT><I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Huldukonur í íslenskri myndlist</FONT></I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3> &nbsp;í Bogasalnum á 2. hæð fjallar um ævi og verk tíu kvenna sem nær allar voru fæddar á síðari hluta 19. aldar. Þær nutu þeirra forréttinda að nema myndlist erlendis á síðustu áratugum 19. aldar og upp úr aldamótum en gerðu þó ekki myndlist að ævistarfi. Segja má að þær hafi verið huldukonur í íslenskri myndlist en einungis tvær þeirra sýndu myndverk sín í lifandi lífi. Í tengslum við sýninguna kom út samnefnd bók en hvoru tveggja er afrakstur 25 ára rannsóknarvinnu Hrafnhildar Schram listfræðings. Sýningin stendur til 20. ágúst.</FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=4  >Fornleifarannsóknir og hin nýja Íslandssaga</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>Í Rannsóknarýminu á 2. hæð stendur yfir sýning á </FONT><I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >níu fornleifarannsóknum Kristnihátíðarsjóðs.</FONT></I><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3> &nbsp;Þar má sjá úrval gripa sem fundist hafa við uppgrefti á undanförnum árum. Kristnihátíðarsjóður var stofnaður til að minnast þess að 1000 ár eru liðin frá því kristni var lögtekin á Íslandi og sú mikla gróska sem verið hefur í fornleifarannsóknum á undanförnum árum er ekki síst honum að þakka. </FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Fundist hefur mikill fjöldi gripa og margvíslegar nýjar upplýsingar komið fram. Rannsóknirnar hafa aukið við þá þekkingu sem við áður höfðum úr ritheimildum, staðfest það sem vitað var og bætt við það. Sumar hafa flett ofan af mannvirkjum, stöðum eða starfsemi sem engar ritheimildir greina frá. Fornleifauppgreftir fara nú fram víðs vegar um land en úthlutana Kristnihátíðarsjóðs nýtur í síðasta sinn í sumar. Ekki er vitað hvert framhald verður með rannsóknir. Sýningin stendur til 31. júlí.</FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=4  >Vaxmyndasýningin</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Vaxmyndasafn Þjóðminjasafnsins hefur löngum verið sveipað ævintýraljóma og margir gestir hafa lýst áhuga á að fá að sjá það. Í sumar gefst tækifæri til þess því á 3. hæð safnsins getur nú að líta nokkrar forvitnilegar vaxmyndir úr safninu. Þar eru m.a. Ólafur Thors (1892-1964) einn áhrifamesti maður á Íslandi á sinni tíð, norski landkönnuðurinn Roald Engelbregt Gravning Amundsen og þýski munkurinn Marteinn Luther.</FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Opnunartími Þjóðminjasafnsins</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>1. maí - 15. september: Alla daga kl. 10:00 - 17:00.</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >16. september - 30. apríl: Alla daga nema mánudaga kl. 11:00 - 17:00</FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Aðgangseyrir</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Almennur aðgangseyrir 600 kr.</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>Ókeypis aðgangur á miðvikudögum.</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>Eldri borgarar, öryrkjar, námsmenn og hópar (10 eða fleiri) 300 kr.</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Yngri en 18 ára og félagar í ICOM og FÍSOS greiða ekki aðgangseyri.</FONT><BR><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Heimilisfang</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Þjóðminjasafn Íslands</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif"   size=3>Suðurgötu 41</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >101 Reykjavík</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >Sími: 530 2200</FONT><BR><FONT face="Default Serif,Times New Roman,Times,serif" size=3  >www.thjodminjasafn.is</FONT><BR><BR><BR><BR><FONT size=2>&nbsp;</FONT> </P></blockquote><br></FONT>