<html xmlns:o="urn:schemas-microsoft-com:office:office" xmlns:w="urn:schemas-microsoft-com:office:word" xmlns="http://www.w3.org/TR/REC-html40">
<head>
<meta http-equiv=Content-Type content="text/html; charset=iso-8859-1">
<meta name=Generator content="Microsoft Word 11 (filtered medium)">
<style>
<!--
/* Font Definitions */
@font-face
        {font-family:SimSun;
        panose-1:2 1 6 0 3 1 1 1 1 1;}
@font-face
        {font-family:"\@SimSun";
        panose-1:0 0 0 0 0 0 0 0 0 0;}
/* Style Definitions */
p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal
        {margin:0cm;
        margin-bottom:.0001pt;
        font-size:12.0pt;
        font-family:"Times New Roman";}
a:link, span.MsoHyperlink
        {color:blue;
        text-decoration:underline;}
a:visited, span.MsoHyperlinkFollowed
        {color:purple;
        text-decoration:underline;}
span.EmailStyle17
        {mso-style-type:personal-compose;
        font-family:Arial;
        color:windowtext;}
@page Section1
        {size:595.3pt 841.9pt;
        margin:70.85pt 70.85pt 70.85pt 70.85pt;}
div.Section1
        {page:Section1;}
-->
</style>
</head>
<body lang=EN-US link=blue vlink=purple>
<div class=Section1>
<p class=MsoNormal><font size=4 face="Times New Roman"><span lang=IS
style='font-size:14.0pt'>Landnámsmaður Vesturheims. <i><span style='font-style:
italic'>Vínlandsför Þorfinns Karlsefnis.<o:p></o:p></span></i></span></font></p>
<p class=MsoNormal><font size=3 face="Times New Roman"><span lang=IS
style='font-size:12.0pt'><o:p> </o:p></span></font></p>
<p class=MsoNormal><font size=3 face="Times New Roman"><span lang=IS
style='font-size:12.0pt'>Laugardaginn 27. maí kl. 14:00 flytur Jónas
Kristjánsson fyrirlestur á Þjóðminjasafni Íslands um leiðangur Þorfinns
Karlsefnis til Vínlands hins góða. Hann sigldi þangað frá Grænlandi ásamt Guðríði
konu sinni og fríðu föruneyti með alls konar búfé og hugðist taka sér þar
bólfestu. Dvaldist hann þrjá vetur á Vínlandi, en hlaut þá að hverfa brott
sakir ófriðar við frumbyggja landsins og innbyrðis deilna liðsmanna sinna. Þau
Guðríður héldu síðan heim til Íslands og gerðust vel metnir bændur í átthögum
hans í Skagafirði. <o:p></o:p></span></font></p>
<p class=MsoNormal><font size=3 face="Times New Roman"><span lang=IS
style='font-size:12.0pt'><o:p> </o:p></span></font></p>
<p class=MsoNormal><font size=3 face="Times New Roman"><span lang=IS
style='font-size:12.0pt'>Jónas Kristjánsson setur í fyrirlestrinum fram nýtt
mat hinna fornu heimilda. Næstum einvörðungu er farið eftir Eiríks sögu rauða,
sem öðru nafni nefnist Þorfinns saga karlsefnis. Að mati Jónasar er hún ekki
aðeins ítarlegasta heldur traustasta heimildin um ferðir Karlsefnis, rituð á
13. öld. Mikill ágreiningur er um það hvar Vínland hafi verið en Jónas telur að
leiðangursmenn hafi dvalist á austurströndu lands þess er nú kallast Nýfundnaland.
Þangað hefur hann farið í fjórar könnunarferðir, skoðað staðháttu og efnt til
kynna og vináttu við fjölda heimamanna. Hann telur að landslag og gróðurfar
falli vel við söguna og þykist hafa komið auga á nokkra þá staði sem þar er frá
sagt. Enn hefur hann ekki fundið beinar minjar um dvöl þeirra Karlsefnis,
hvorki rústir húsa né einstaka hluti. En leit er haldið áfram með dyggilegum
stuðningi áhugasams fólks á Nýfundnalandi, og standa vonir til þess að fyrr eða
síðar muni koma í ljós einhver ummerki sem Þorfinnur karlsefni og Guðríður
Þorbjarnardóttir hafa látið eftir sig í sínu fyrirheitna landi. <o:p></o:p></span></font></p>
<p class=MsoNormal><font size=2 face=Arial><span lang=IS style='font-size:10.0pt;
font-family:Arial'><o:p> </o:p></span></font></p>
</div>
</body>
</html>