<html>
<body>
<font size=2>Ágætu þjóðfræðingar, vinsamlegast kynnið ykkur
dagskrána hér að neðan þar sem ma. eru kynntar nýjar rannsóknir í
félagsvísindum.</font> <br>
<font size=2>Verið öll velkomin og athugið að um er að ræða 122
sjálfstæða fyrirlestra.</font> <br>
<font size=2>Með kveðju, fh. skipuleggjenda, Margrét S.
Björnsdóttir.</font> <br><br>
<br>
<tt>Ráðstefnan Þjóðarspegillinn 2005 er ráðstefna um það sem efst er á
baugi í félagsvísindum á Íslandi. Ráðstefnan er haldin af
félagsvísindadeild,lagadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla
Íslands og er þetta í sjötta skiptið sem þessi ráðstefna er haldin. Á
ráðstefnunni verða 33 málstofur og 122 sjálfstæðir fyrirlestrar. Allir
fyrirlestrar á ráðstefnunni verða gefnir út í þremur ráðstefnuritum, eitt
fyrir hverja deild, og verða þau til sölu á ráðstefnudaginn. Ráðstefnan
er öllum opin og er fólk hvatt til að koma, hvort sem er til að sækja
ráðstefnuna í heild eða til að hlusta á einstaka fyrirlestra.<br>
</tt><font face="arial" color="#0000FF">Ráðstefnan í heild:
<a href="http://www.felags.hi.is/page/radstefnaVI"><u>www.felags.hi.is/page/radstefnaVI</a></u></font>
<br>
<font face="arial" color="#0000FF">Hluti félagsvísindadeildar: <a href="http://www.felags.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/1/wa/dp?id=1012940&wosid=wg1UxsqiqjToz3dKrC1Qlw" eudora="autourl">http://www.felags.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/1/wa/dp?id=1012940&wosid=wg1UxsqiqjToz3dKrC1Qlw</a></font> <br><br>
</body>
</html>