<html>
<body>
<br>
Íslenskur tónlistararfur í Þjóðmenningarhúsinu á Vetrarhátíð<br>
Sunnudaginn 20. febrúar kl. 14 efnir Þjóðmenningarhúsið til dagskrár í
tengslum við þemasýninguna Íslenskur tónlistararfur.<br><br>
Njáll Sigurðsson flytur erindið Silfurplötur Iðunnar - merkur áfangi í
sögu hljóðritunar.<br><br>
Árni Heimir Ingólfsson flytur erindið Tvísöngur á Íslandi í aldanna
rás.<br><br>
Þeim til fulltingis verða kvæðamenn og söngvarar.<br><br>
Allir eru velkomnir að hlýða á dagskrána og aðgangseyrir er
enginn.<br><br>
Njáll Sigurðsson er verkefnisstjóri við hljóðritasafn Stofnunar Árna
Magnússonar á Íslandi. Hann hefur samið og séð um útgáfu á ýmsum ritum
sem tengjast tónmennta- og tónlistarfræðslu og skrifað um
tónlistarsöguleg efni.<br><br>
Árni Heimir Ingólfsson kennir við tónlistardeild Listaháskóla Íslands.
Hann skrifaði doktorsritgerð um tvísönginn við tónvísindadeild
Harvardháskóla og hefur ritað fjölda greina um tónlist og
tónlistarsögu.<br><br>
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ<br>
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík, s. 545-1400<br>
thjodmenning@thjodmenning.is<br>
<a href="http://www.thjodmenning.is/" eudora="autourl">www</a><a href="http://www.thjodmenning.is/" eudora="autourl">.thjodmenning.is<br>
</a></body>
</html>