<html>
<body>
<div align="center">Hvað: <font size=5 color="#FF0000"><b>Menningararfur,
margbreytileiki og alþjóðapólitík<br><br>
</b></font>Hver: <font size=4><b>Valdimar Tr. Hafstein,
þjóðfræðingur<br><br>
</b></font>Hvenær: <b>Þriðjudagskvöldið 14. september kl. 20.00 <br>
</b>Hvar: <b>ReykjavíkurAkademíunni, Hringbraut 121, 4. hæð<br><br>
</b>Af hverju: <b>Fyrirlestrarröð Mannfræðifélags Íslands starfsárið
2004-2005 - Menning: menningarleg færni, menningarlegir árekstrar
<br><br>
<br>
</div>
Ágrip:<br>
</b>Samfara ýmsum öðrum -væðingum, hefur undanfarið átt sér stað
viðamikil menningararfsvæðing sem hefur umbreytt ólíkustu hlutum, atferli
og ummerkjum fortíðar í menningararf -- hugtak sem hefur rutt sér til
rúms á tiltölulega skömmum tíma og er aldrei langt undan þegar lýsa á
sambandi fortíðar við samtímann. Orðræðan um menningararf hefur sterka
siðferðilega undiröldu, dregur upp dökka mynd af sístækkandi glatkistu og
hrópar hástöfum á varðveislu (sem alltaf er á elleftu stundu). Í
fyrirlestrinum verður skoðaður félagslegur veruleiki hugtaksins, vöngum
velt yfir þeirri orðræðu sem það sprettur úr og kannað hvaða skorður það
setur sýn okkar á sögu og samtíð. Sérstaklega verður horft til þróunar á
vettvangi UNESCO (menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna) sem veitir
einstaka innsýn í pólitískar forsendur menningararfsins, sem og
árekstrana, bitbeinin og þekkingarframleiðsluna sem honum tengjast.
<br><br>
<br>
<b>Fyrirlestrarröðin:<br>
</b>Þetta árið verða á dagskrá Mannfræðifélags Íslands fyrirlestrar sem á
einn eða annann hátt fjalla um menningu – menningarlega færni og
menningarlega árekstra hvort heldur heima í héraði, á landsvísu eða
hnattrænt (local, national, global). Fyrirlestrarnir eru alltaf haldnir í
húsakynnum ReykjavíkurAkademíunnar á Hringbraut 121 4.hæð, annan
þriðjudag hvers mánaðar og byrja klukkan 20.00. Fyrsti fyrirlesturinn
verður haldinn 14. september og sá síðasti þann 10. maí 2005. Frekari
upplýsingar um einstaka fyrirlestra má finna á<br>
heimasíðu MÍ :
<a href="http://www.akademia.is/mi/" eudora="autourl">www.akademia.is/mi/</a>
</body>
</html>