[Gandur] Viðburðir framundan
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
felagthjodfraedinga at gmail.com
Tue Oct 14 16:43:47 GMT 2025
Komiði sæl,
Nú eru framundan margir skemmtilegir viðburðir á vegum Félags þjóðfræðinga
á Íslandi. Hér fyrir neðan má sjá það sem er helst á döfinni næstu vikur:
15. október kl. 17:00 ætlar Félag þjóðfræðinga að standa fyrir viðburði sem
ber yfirskriftina Tækni-tröll, viðburðurinn frem fram í Háskóla Íslands,
Odda 206. Þar verður kynnt og rædd ný tækni sem þjóðfræðingar geta og hafa
verið að nýta sér við rannsóknir. Trausti Dagsson kynnir nýja Skuggsjá
Árnastofnunnar, uppskriftir viðtala á ÍSMÚS og umræður um gervigreind:
https://www.facebook.com/events/1747490712636300
<https://www.facebook.com/events/1747490712636300/?__cft__[0]=AZX_UMB2T46faL9WTNNzjCu76shn5cjGxdTUksPZLVVN0R82M594naxV0ynE4BkRz-U4nLVClWQtqecgdfLdM0DICVQNU2yWDUNtC-1J1YJRIvaHA-RnpoCS4d5QIu9k6EMoyGZ1ZNFsBIw7wVkaXItgW1BMCq8Q0OtJSV4JSyaiBmyEvVr6dN3Mgb5nV7jNsaaDA18yjvmtYInqWn2vdS1p&__tn__=-UK-R>
21. október kl. 16:00 heldur fyrirlestraröðin Þriðjudagsþræðir á
Landnámssýningunni Aðalstræti áfram. Í þetta sinn mun Guðný Ósk Guðnadóttir
þjóðfræðingur kynna nýlega rannsókn sína, „Þarna vil ég búa, undir fossinum
á túninu“ um áhrif og eftirmálar skriðufallanna á Seyðisfirði 2020:
https://www.facebook.com/events/1454962033301912
<https://www.facebook.com/events/1454962033301912/?__cft__[0]=AZX_UMB2T46faL9WTNNzjCu76shn5cjGxdTUksPZLVVN0R82M594naxV0ynE4BkRz-U4nLVClWQtqecgdfLdM0DICVQNU2yWDUNtC-1J1YJRIvaHA-RnpoCS4d5QIu9k6EMoyGZ1ZNFsBIw7wVkaXItgW1BMCq8Q0OtJSV4JSyaiBmyEvVr6dN3Mgb5nV7jNsaaDA18yjvmtYInqWn2vdS1p&__tn__=-UK-R>
31. október kl. 17:00 verður eftirpartý fyrir Þjóðarspegilinn, ráðstefnu í
Félagsvísindum! Þá ætlum við að hittast og fagna, spjalla og skemmta okkur
saman langt fram eftir kvöldi! Allar nánari upplýsingar koma fljótlega, en
þið getið tekið daginn frá strax:
https://www.facebook.com/events/768667129317185
<https://www.facebook.com/events/768667129317185/?__cft__[0]=AZX_UMB2T46faL9WTNNzjCu76shn5cjGxdTUksPZLVVN0R82M594naxV0ynE4BkRz-U4nLVClWQtqecgdfLdM0DICVQNU2yWDUNtC-1J1YJRIvaHA-RnpoCS4d5QIu9k6EMoyGZ1ZNFsBIw7wVkaXItgW1BMCq8Q0OtJSV4JSyaiBmyEvVr6dN3Mgb5nV7jNsaaDA18yjvmtYInqWn2vdS1p&__tn__=-UK-R>
Hlökkum til að sjá ykkur,
Kær kveðja,
F.h. FÞÍ, Dagrún Ósk
More information about the Gandur
mailing list