[Gandur] Nýjar rannsóknir í þjóðfræði: málþing 5. apríl

Margrét Gunnarsdóttir - HI mag59 at hi.is
Mon Mar 31 07:40:12 GMT 2025


Næstkomandi laugardag heldur Félag um átjándu aldar fræði málþing undir yfirskriftinni Nýjar rannsóknir í þjóðfræði. Frekari upplýsingar hér að neðan:

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni

Nýjar rannsóknir í þjóðfræði

í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 5. apríl 2025.

Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:15.

Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:

Smalastúlkur, drykkjurútar og galdranornir:
Birtingarmyndir kvenna í íslenskum þjóðsögum
Dagrún Ósk Jónsdóttir, aðjúnkt í þjóðfræði við Háskóla Íslands

Sagnameistarar sólarlagsins: Sagnaskemmtanir og
félagslíf kvenna í torfbæjarsamfélaginu
Júlíana Þóra Magnúsdóttir, doktor í þjóðfræði frá Háskóla Íslands

Kaffihlé

„Þessi saga er ósöguleg“: Áhrif Guðbrands Vigfússonar
á þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar
Rósa Þorsteinsdóttir, rannsóknardósent á Árnastofnun

Listævintýri í evrópsku samhengi og á Íslandi
Romina Werth, doktor í íslenskum bókmenntum og umsjónarmaður
doktorsnáms á hugvísindasviði við Háskóla Íslands


Fundarstjóri
 Ása Ester Sigurðardóttir, sagnfræðingur

Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur.
Um 10 mínútur gefast til fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
Kaffiveitingar í boði félagsins.
Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu.
Þeir verða síðar aðgengilegir á heimasíðu félagsins.






More information about the Gandur mailing list