[Gandur] Þorrablót FÞÍ og Þjóðbrókar
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
felagthjodfraedinga at gmail.com
Sun Jan 19 12:21:55 GMT 2025
Komiði sæl og gleðilegt nýtt ár,
Nú styttist í Þorrablót Félags Þjóðfræðinga á Íslandi og Þjóðbrókar sem
verður haldið í Akoges salnum 31. janúar 2025 og hlökkum við mikið til.
Húsið opnar kl 18:00, Veislugarður sér um veitingarnar og boðið verður uppá
þorrasmakk í forrétt. Það verða skemmtiatriði, tónlist, dans og fleira.
Nánari upplýsingar um matseðil og skemmtiatriði má finna á Facebook
viðburðinum: https://www.facebook.com/events/1226451438471546
<https://www.facebook.com/events/1226451438471546>
Miðaverð fyrir félagsmenn Þjóðbrókar og Félag þjóðfræðinga á Íslandi eru
9000 kr. aðrir utan félaga velkomnir og er miðinn þá 11.000 kr.
Miðasala verður í Odda í næstu viku (20.-23. janúar) á milli kl. 12-15, en
einnig er hægt að kaupa miða með því að senda okkur tölvupóst á
felagthjodfraedinga at gmail.com. Miðasölunni lýkur 24. janúar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Kær kveðja,
Dagrún Ósk
More information about the Gandur
mailing list