[Gandur] Kall eftir erindum á Landsbyggðarráðstefnu FÞÍ

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Apr 23 18:06:56 GMT 2025


Félag þjóðfræðinga á Íslandi óskar eftir ágripum fyrir
Landsbyggðarráðstefnu FÞÍ 2025 í Þingeyjarsveit sem haldin verður
26.-28. september!

Þau sem hafa hug á að halda erindi eru beðin um að senda inn titil og
stutt ágrip (200-300 orð) á netfangið felagthjodfraedinga at gmail.com
fyrir 10. maí. Farið verður yfir ágripin og höfundum svarað eigi síðar
en 30. maí.

Þema ráðstefnunar er Umrót. Yfirskriftin vísar til endurskoðunar og
endursköpunar sem hreyfir við okkur, rótar í veruleikanum á einhvern
hátt og breytir því hvernig við hugsum um umhverfi okkar.
Þjóðfræðingar rannsaka jafnan breytingar, hvað veldur umróti og hvað
það hefur í för með sér. Stundum leiða rannsóknir þjóðfræðinga líka
til ákveðins umróts, hlutverk þjóðfræðinga er meðal annars að rýna í
hversdaginn að fornu og nýju, og við það mótast oft ný sjónarhorn á
viðfangsefni rannsóknanna sem leiða til breytinga á því hvernig við
hugsum um þau. Oft fer lítið fyrir umrótinu í fyrstu en seinna meir
sjást áhrif þess í breyttu viðhorfi til fortíðar og samtíðar.

Opnað verður fyrir skráningu á ráðstefnuna sjálfa í maí. Ráðstefnan
mun fara fram á gistihúsinu Narfastöðum en þau bjóða gestum uppá
veglegan afslátt af gistingu yfir ráðstefnuhelgina.


More information about the Gandur mailing list