[Gandur] Þjóðfræðigleraugun 2024
Félag þjóðfræðinga á Íslandi
felagthjodfraedinga at gmail.com
Tue Sep 3 10:47:44 GMT 2024
Komiði sæl,
Fimmtudaginn 12. september kl. 16:30 munu nokkrir þjóðfræðingar kynna efni
nýlegra BA ritgerða sinna. Viðburðurinn verður í Háskóla Íslands, í Odda
stofu 206.
Eins og við vitum öll eru ritgerðir í þjóðfræði einstaklega áhugaverðar og
skemmtilegar og gefst hér einstakt tækifæri til að fræðast um margt á
stuttum tíma.
Þær rannsóknir sem kynntar verða eru:
„Ómægod, hún er að koma úr Reykjavík og hún er úr Fellunum“: Daglegt líf og
örsögur úr Fellahverfinu - Kristín Dögg Kristinsdóttir
„Þá skortir samt móður hendurnar að mýkja kuldasárin“: Lífshlaup
einstaklinga sem voru niðursetningar á barnsaldri í bændasamfélagi 19.
aldar - Aníta Heba Bergmann L.
Saklausar upplifanir? Þáttur fornleifarannsókna og minja í ímynd þjóða -
Rósa Stefánsdóttir
„Markmiðið okkar með þessu stúdíói er að valdefla fólk“ Upplifun iðkenda
súlufimi af viðhorfum til íþróttarinnar - Þórunn Valdís Þórsdóttir
„Þá er ég einhver önnur persóna einhver derby persóna“: Iðkun roller derby
á Íslandi - Eyrún Þóra Guðmundsdóttir
Viðburðurinn er haldinn í samstarfi Félags þjóðfræðinga á Íslandi og
Þjóðbrókar og eru öll velkomin!
Eftir Þjóðfræðigleraugun munum við svo færa okkur yfir á Stúdentakjallarann
og halda fjörinu áfram þar.
Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!
Kær kveðja,
F.h. FÞÍ, Dagrún Ósk
More information about the Gandur
mailing list