[Gandur] Meir-en-mensk sælustund á Rósenberg

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Mar 25 18:28:54 GMT 2024


FÞÍ eflir til sælustundar á Rósenberg með fræði-ívafi miðvikudaginn 27 mars
næstkomandi frá 18:30.


Að þessu sinni munu þau Katla Kjartansdóttir og Kristinn Schram spjalla um
nýlegar rannsóknir þeirra sem snúa að samfléttun menningar og náttúru,
sambandi mannfólks og dýra, með áherslu á lunda, ísbirni og geirfugla. Þau
munu m.a. ræða hvernig þessi dýr birtast okkur í þjóðsögum, fjölmiðlum og
frásögnum. Þá rýna þau í hvaða hlutverki þau gegna t.d. á söfnum, sem
minjagripir og listmunir. Hvaða merkingu hafa þessi dýr innan og utan við
náttúruna? Hvaða skilaboð hafa þau að færa okkur nú á tímum mannaldar?


Hlökkum til að sjá sem flest, við verðum á neðri hæðinni á Rósenberg með
Happy Hour og góðan matseðil fyrir þau sem verða svöng.


Hér er hlekkur á facebook fyrir þau sem eru þar: https://fb.me/e/6v6OQCZlo


More information about the Gandur mailing list