[Gandur] Hinsegin þjóðbúningar m. Fredy Clue

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Tue Feb 13 16:38:25 GMT 2024


Félag þjóðfræðinga á Íslandi auglýsir "Hinsegin þjóðbúningar m. Fredy Clue"
um næstu mánaðarmót. Þriggja daga dagskrá með hinu sænska þjóðtónlistar og
þjóðbúninga frumkvöðli Fredy ásamt Önnu Karen Unnsteins, þjóðfræðingi.
Dagskrá viðburðarins og frekari upplýsingar er hér að neðan en má einnig
finna á viðburðinum á facebook: https://fb.me/e/4KDvpYjHM

Dagana *29 feb - 2 mars *næstkomandi verður sænski þjóðbúninga og
þjóðtónlistar frömuðurinn Fredy Clue í Reykjavík. Fredy (hán) er hinsegin
þjóð-listamaður og hefur síðustu ár unnið að nýjum sænskum þjóðbúning fyrir
öll kyn, Bäckadräkten (https://fredyclue.com/backadrakten).  Dagana sem
Fredy verður á landinu verður mikil dagskrá þar sem meðal annars verða
*fyrirlestrar*, *tónleikar*, *hinsegin hittingur* og *námskeið í
blómstursaumi* ásamt kynningu á hefðbundnum þjóðbúningum í
Heimilisiðnaðarfélagi Íslands. Öll dagskrá er opin öllum áhugasömum og
endurgjaldslaus, fyrir utan námskeiðið í HFÍ (sjá að neðan).

                                     Drög að dagskrá (með fyrirvara um
breytingar)

*Fimmtudagurinn 29. febrúar kl. 18-21* - *Námskeið í blómstursaumi í
Heimilisiðnaðarfélagi Íslands (HFÍ)*. Kennarar frá HFÍ kenna okkur grunninn
að blómstursaumi sem hægt er að nota í hvers kyns skreytingar á
þjóðbúningum ásamt kynningu á hefðbundnum íslenskum búningum og stuttri
kynningu á Bäckadräkten frá Fredy. *Skráning á viðburðinn er nauðsynleg
(auglýst síðar)*. *Námskeiðsgjald er 15.000*. Við hvetjum áhugasöm um að
kynna sér hvort stéttarfélög veiti styrki til slíkra námskeiða.

*Laugardagurinn 2. mars kl. 14:30 - 16:00* *Fyrirlestrar og tónleikar í
Þjóðminjasafninu*.
Í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands munu Fredy og Anna Karen Unnsteins
(hán), þjóðfræðingur, flytja fyrirlestra um gerð Bäckdräkten (Fredy) og
óhefðbunda íslenska þjóðbúninga (Anna Karen). Þá mun Fredy einnig leika
nokkur lög, hægt er að hlusta á tónlist háns á Youtube og Spotify
https://open.spotify.com/artist/5LnjN3u6I394DB6coqtjox &
https://www.youtube.com/@fredyclue Fyrirlesturinn og tónleikarnir eru opin
öllum endurgjaldlaust, en öll eru hvött til að nota ferðina og skoða
safnið, en sérsýningin "Með verkum handanna" stendur um þessar mundir.

*Sunnudagurinn 3. mars um eftirmiðdag **Pálínuboðs-Fika á Sæmundargötu 21*
Pálínuboðs-Fika með *hinsegin blæ* þar sem hægt verður að skoða hefðbundna
og óhefðbundna þjóðbúninga og ræða um framtíð íslensks ókyngerðs
þjóðbúnings. Nánari tími tilkynnt síðar.

Allar spurningar og fyrirspurnir um viðburðina má senda á
felagthjodfraedinga at gmail.com eða á Önnu Karen Unnsteins, formann og annan
skipuleggjenda, á facebook.


More information about the Gandur mailing list