[Gandur] Sundlaugamenning á Íslandi skráð inná vefinn Lifandi hefðir - málþing í Eddu þann 28. október kl 13

Sigurlaug Dagsdóttir - HI sid3 at hi.is
Wed Oct 25 15:29:20 GMT 2023


Sundlaugamenning á Íslandi verður formlega sett á vefinn Lifandi hefðir þann 28. október á alþjóðlegum degi sundsins. Vefurinn Lifandi hefðir er yfirlitsskrá yfir óáþreifanlegan menningararf á Íslandi. Af því tilefni verður skemmtileg dagskrá í Eddu (í fyrirlestrarsal) þar sem sundunnendur sameinast til að tala um sundið frá ýmsum hliðum. Dagskráin hefst kl 13. Hér að neðan má glöggva sig á dagskránni.
Sundlaugamenning á Íslandi
Skráning sundlaugamenningar á Íslandi inn á vefinn Lifandi hefðir og undirbúningur að tilnefningu hefðar á lista UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf.

13–13.15 Setning. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson opnar dagskrá málþingsins. Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstjóri vefsins Lifandi hefða, kynnir efni og dagskrá málþingsins.

13.15–13.35 Sund. Sagt frá bókinni Sund eftir Valdimar Tr. Hafstein og Katrínu Snorradóttur þjóðfræðinga. Bókin kemur út hjá Forlaginu í nóvember.

13.35–13.50 Sundmenning á Íslandi fest á filmu. Stutt myndbrot um sundmenningu á Íslandi. Myndefnið er unnið af Reykjavíkurborg í samstarfi við vefinn Lifandi hefðir.

13.50–14.05 Sund fyrir þjóð – sundlaugaþrá í samkomubanni. Hildur Knútsdóttir rithöfundur flytur hugvekju.

14.05–14.20 Sundlaugamenning á Íslandi skráð formlega á vefinn Lifandi hefðir. Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstjóri vefsins Lifandi hefða, segir frá verkefninu.

14.20–14.40 Kaffi og umræður um sundlaugamenningu á Íslandi.

Linkur á facebook viðburð: https://www.facebook.com/events/297430713110087?ref=newsfeed






More information about the Gandur mailing list