[Gandur] Áhugaverð ráðstefna og verkefni um huliðsheima

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Jul 3 16:40:39 GMT 2023


Kæru félagar og aðrir vinir okkar. Okkur í FÞÍ barst ábending um áhugaverða
*ráðstefnu* sem þjóðfræðingar gætu viljað sækja.

Bryndís Fjóla leitar einnig að *samstarfsaðila* vegna umsóknar í
Þróunarsjóð námsgagna, þar sem hún sækist eftir styrk til að þróa og hanna
námsefni sem byggja á þekkingu á huliðsheimum í nútíma samfélagi með
tengingu við sögur og menningararf.

Titill:
*Hvert fóru álfarnir, tröllin og huldufólkið? /Hvar er huldufólkið?*
Hvað:
Ráðstefna þar sem þjóðfræðingar, sagnfræðingar og listafólk verður með
erindi og sagnir um álfa, huldufólk og tröll. Fjallað verður um huliðsheima
á heildrænan hátt, út frá menningararfi, þjóðtrú, ferðaþjónustu og
áhugafólki um huliðsheima.

Hvers vegna:
Sögur af álfum, huldufólki og tröllum er stór hluti af okkar menningararfi.
Ráðstefnan er liður í að halda þessari trú á lofti og heiðra hana. Við
veltum fyrir okkur hvaðan þessar sögur koma, hvers vegna þær voru sagðar og
hvað þær geta kennt okkur um tengsl manns og náttúru. Rithöfundar,
teiknarar, kvikmyndagerðarmenn og aðrir listamenn sækja í þessa þjóðtrú,
byggja á henni og skapa ný listaverk, og sögur út frá þessum grunni.
Skapandi listafólk hefur jafnframt áhrif á hugmyndir sem fólk hefur um
huliðsheima
Þannig mótast menningararfurinn í sífellu.

Sérstaða okkar sem þjóðar og áhugi ferðamanna liggur í menningararfinum. Í
hringiðu daglegs lífs er hætt við að álfar, tröll og huldufólk hverfi
sjónum okkar og þar með gæti glatast merkileg og einstök sýn á tilveruna.

Í aðdraganda ráðstefnunar er stefnt að því að efna til listasmiðja,
ljóðasöfnunar, teiknismiðja og fleira í samstarfi við leik- og grunnskóla
og sýna afrakstur þeirra á ráðstefnunni.

Hvenær:
Mars 2024

Hverjir:
Áhugafólk um huliðsheima, þjóðtrú og menningararf.

Hlakka til að heyra frá ykkur

Kveðja góð
Bryndís Fjóla
sjá : huldustigur.is
bryndis at bryndis.is


More information about the Gandur mailing list