[Gandur] Fyrirlestur á vegum námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði og Félags þjóðfræðinga á Íslandi

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Aug 24 13:19:35 GMT 2022


Textíll, geimferðir og umhverfisvernd: Auðvitað þjóðfræði!
Karl Aspelund

Karl Aspelund, þjóðfræðingur, gesta-dósent við HÍ og deildarstjóri textíl
og fatahönnunardeildar University of Rhode Island, hefur nýverið myndað
þverfaglegt rannsóknarteymi í Bandaríkjunum sem hefur það markmið að setja
upp sjálfbæra textílframleiðslu í Rhode Island fylki. Rannsóknir og
hugleiðingar Karls um sjálfbær vistkerfi í langtíma geimferðum hafa
skilgreint ferlin og veitt innblástur til teymisins. Karl mun segja frá
verkefninu og tilurð þess, og lýsa því hvernig þjóðfræði var og er
nauðsynleg verkefninu.

Föstudagur 26. ágúst 2022 kl. 15 í Odda 201.

Að fyrirlestri loknum gefst okkur tækifæri til að taka fagnandi á móti
haustinu á Stúdentakjallaranum.


More information about the Gandur mailing list