[Gandur] Leitað að þáttakendum í rannsókn

Vitalina Ostimchuk - HI vio11 at hi.is
Wed Aug 25 16:05:52 GMT 2021


Ágæti viðtakandi,
Ég er að leita að þátttakendum í rannsókn sem snýst um minningar og hversdagsleg tengsl fólks við staði í miðborg Reykjavíkur.
Ég er að leita að fólki á ýmsum aldri sem hefur nokkur eða mikil tengsl við miðborgina eða næsta nágrenni hennar. Rannsóknin fer þannig fram að hver þátttakandi fer í um klukkustundar gönguferð á gamlar slóðir og sýnir og segir frá stöðum sem hafa á einhverja persónulega merkingu fyrir þeim og þeir eiga minningar frá. Hér getur verið um að ræða heimili eða æskuslóðir eða aðrir staðir tengdir fjölskyldusögu (t.d. heimili afa og ömmu eða búðin sem mamma vann í), gamall vinnustaður eða veitinga- og skemmtistaðir sem þátttakandi sótti á einhverju tímabili. Minningarstaðirnir geta verið garðar og torg eða hús, hvort sem þau standa enn eða hafa horfið af sjónarsviðinu. Hljóðupptaka verður gerð af gönguferðinni og ljósmyndir teknar af stöðum sem staðnæmst er við. Gönguferðunum verður svo fylgt eftir með stuttum viðtölum. Vel kemur til greina að tveir eða þrír einstaklingar sem tengjast vina- eða fjölskylduböndum (t.d. systkini, mæðgin/ur, feðgin/ar eða ömmur eða afar með barnabörn á unglingsaldri eða eldri) taki saman þátt í gönguferðinni. Öll gögn sem safnast við gerð rannsóknarinnar verða síðan varðveitt í lokuðum aðgangi í gagnasafni Háskóla Íslands og einungis nýtt í rannsóknarskyni. Óski þátttakandi eftir getur hann fengið afrit af ljósmyndum og öðrum gögnum sem verða til í gönguferðinni.
Þeir sem geta hugsað sér að rifja upp gamlar minningar á fornum slóðum mega gjarnan hafa samband með því að senda tölvupóst á vio11 at hi.is<mailto:vio11 at hi.is> , hringt í síma 7875371 eða sent skilaboð á Facebook (Vita Ostimchuk).
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Ólafur Rastrick, dósent í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Bestu kveðjur,
Vitalina Ostimchuk



More information about the Gandur mailing list